Pizzudagur!!!

Það verður pizza á borðum í kvöld……

Þegar ég baka pizzur, nota ég spelt-vanalega hvítt spelt en stundum set ég smávegis af grófu spelti með.

Ég veit að margir nota lyftiduft-eða vínsteinslyftiduft í pizzudeig.
Mér finnst hins vegar betra að nota bara ger.

Eina sem mér leiðist við pizzugerðina er plássleysið…

Væri alveg til í hafa meira borðpláss til að rúlla deiginu út almennilega.
Hefst svo sem á endanum-en það er yfirleitt best að hafa sópinn ekki langt undan…..

Pizzusósan mín er frekar einföld.

Set eina dós af tómötum-ég nota kirsuberjatómata frá Biona-í blandarann ásamt hvítlauk,oregano,smá maldon salti og svörtum pipar.

Ágætt að setja líka smá cayenne pipar og sætt paprikuduft útí til að skerpa aðeins á bragðinu.

Ég ætla að gera 2 tegundir

Ofaná aðra ætla ég að setja:
Mozzarella ost-þennan hvíta í “kúlunum”-ekki rifna dótið.

Svo þegar hún er komin úr ofninum-þá set ég hráskinku,klettasalat og ólívuolíu ofaná.

Á hina set ég túnfisk,ansjósur,þistilhjörtu og svartar kalamata ólívur.

En fyrst ætti ég kannski að fara að búa til deigið í staðinn fyrir að sitja hér og skrifa um það….set kannski inn mynd af herlegheitunum á eftir:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s