Alltaf gott að eiga salat í ísskápnum.
Setja svo á það “það sem er til”.
Nokkurs konar “tiltektarsalat”.
Núna var ég til dæmis að taka til eftir pizzugerðina í fyrradag. Smávegis eftir af hráskinku,smávegis af þistilhjörtum….
Nokkrar ólívur…
Átti líka smá eftir af sólþurrkuðum tómötum. Svo eru þarna lífrænar gúrkur og konfekttómatar sem fá að fljóta með.