Glas af rauðu…blóðþrýstingslækkandi..kólestrolllækkandi…
járnríkt….vítamínríkt…stútfullt af andoxunarefnum og ótrúlega gott.
Kannski ekki alveg það sem allir eru með í glasinu á föstudagskvöldi við eldamennskuna…
Get ímyndað mér að einhverjir yggli sig núna og teygi sig í rauðvínsglasið…
sem getur líka verið hollt og gott.
Segi bara skál…er farin að finna út hvað ég ætla að elda í kvöld áður en ég klára allan rauðbeðusafann!