Keftedákia og salasa domáta

Keftedákia og sáltsa domáta

Litlar kjötbollur og tómatsósa

400 gr laukur-skorinn í fernt
4 dagsgamlar brauðsneiðar
1 kg nautahakk
4 msk extra virgin ólívuolía
3 msk smátt skorin fersk mynta
1 msk hvítvínsedik
1 tsk oregano
hveiti
olía til að steikja úr
salt
svartur pipar

Laukurinn maukaður í matvinnsluvél,salti bætt við og látið standa smá svo að safinn komi úr lauknum.
Brauðið bleytt í köldu vatni og og svo vatnið svo kreist úr.
Brauðinu og lauknum blandað saman í skál.
Hakkinu,ólívuolíunni,myntunni,hvítvínsedikinu og oregano-inu bætt útí.
Kryddað til með salti og pipar.

Látið standa í kæli í smá stund.

Olía hituð á pönnu.
Litlar bollur mótaðar,velt upp úr hveiti og steiktar á pönnunni.

Borið fram með tómastósu(sjá uppskrift),hrísgrjónum eða bökuðum kartöflum.

Salsa domáta

80 ml extra virgin ólívuolía
1 lítill laukur-smátt skorinn
2 hvítlauksrif-kramin
1 kg af tómötum-flysjuðum-hreinsuðum og smátt skornum(sjá leiðbeiningar fyrir neðan)
1 tsk hvítvínsedik
1/2 búnt steinselja(flat leave)
salt
svartur pipar

Fyrst eru tómatarnir gerðir klárir.
Lítill kross skorinn efst á þá-næst settir örstutt í sjóðandi vatn.
Tekinir uppúr og skell í ískalt vatn.
Flysjaðir og allt tekið innanúr þeim.

Olían hituð á pönnu á vægum hita og laukur og hvítlaukur steiktir-samt ekki láta þá taka lit.
Tómötum bætt útí,ásamt hvítvínsediki,salti og sykri.
Saltað og piprað eftir smekk.
Látið malla á vægum hita þar til hefur þykknað.

Steinselju bætt útí í lokin.

Þessi sósa geymist vel í ísskáp ef sett í sótthreinsaðar(soðnar)krukkur og smá ólívuolí hellt yfir. Líka gott að nota með pasta og í ýmsa ofnbakaða kjöt og fiskrétti.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s