Melizanosalatá
Eggplant purée
1 kg eggaldin
3 hvítlauksrif-kraminn
4msk./60 ml extra virgin ólívuolía
Hvítvínsedik/sítrónusafi
1 búnt steinselja(flat leave)-smátt skorið
1/2 rauð paprika-smátt skorin og/eða tómatar til skrauts.
Ofninn hitaður í 180 gráður.
Eggaldin þvegin og þurrkuð og sett í ofninn.
Bakað þangað til skinnið er smá brennt og eggaldinið er orðið mjúkt innaní.
Þarf að snúa því nokkrum sinnum á meðan.
Eggaldin næst tekin úr ofninum,sett undir kalt vatn og svo flysjuð.
Næst eru þau skorin í smáa bita.
Sett í skál ásamt kramda hvítlauknum.
Salti bætt við og ólívuolíu hrært saman við-en bara nokkra dropa í einu.
Hvítvínsediki eða sítrónusafa og steinselju bætt saman við og smakkað til.
Flott að setja smátt skorna papriku og/eða tómata yfir.
Borið fram með brauði og fleiri “ídýfum” sem forréttur.