Hérna koma nokkrar grískar og góðar:)
Vorum með kvöldnámskeið í Vesturbæjarskóla í fyrra, þar sem við vorum að elda þessa rétti.
Held að ég setji þetta í nokkra pósta svo það fari ekki allt í einn (grískan) graut….
Þessi útfærsla af moussaka er frekar einföld og auðveld….ekkert verið að þvælast með eggaldin-enda er það ekki alltaf í moussaka.
Moussaka
Fyrir 4
225 gr laukur
1 msk ólívuolía
450 gr lambahakk
400 gr(1 dós) hakkaðir tómatar
675 gr kartöflur
115 gr cheddar ostur-rifinn
25 gr smjör
25 gr hveiti
300 ml mjólk
Hitið ofninn í 200 gráður.
Laukurinn skorinn frekar smátt og hitaður í olíunni á pönnu í þar til mjúkur og glær.
Lambahakkinu bætt saman við og það brúnað smá.
Tómötunum bætt saman við og látið malla í um 20 mín.
Á meðan eru kartöflurnar skrældar,skornar í tvennt og soðnar.
Fyrir ostasósuna:
Smjörið brætt á pönnu og hveitinu hrært saman við.
Mjólkin hituð og bætt smátt og smátt útí smjörbolluna.
2/3 hlutum af ostinum bætt útí fyrir rest.
Samsetning:
Hakkinu og kartöflunum raðað í fat í lögum-hakk-kartöflur-hakk-kartöflur…
Ostastósan sett þar ofaná og því næst er restin af ostinum sett yfir.
Sett í ofn í 25-30 mín þar til “gullið”.