Skólamötuneytin-fæði eða fóður?

Eins og mörg ykkar vita, höfum við þrjár-ég, Margrét Gylfadóttir og Sigurrós Pálsdóttir- verið að vekja athygli á því fæði….
eða réttara sagt því fóðri….sem viðgengst í skólum borgarinnar.

Ég segi viðgengst-af því að það sem þar í boði er yfirleitt ekki boðlegt.
Sérstaklega ekki börnum sem eru að vaxa og dafna.

Salt, reykt, stútfullt af aukaefnum, forsteikt, innflutt….pakkasúpur
(þar á meðal stafasúpua og kakósúpa…vissi ekki að það væri ennþá til hvað þá í boði í skólum!)

Þetta er það sem er alltof oft á matseðlinum.
Ekki láta blekkjast þó svo að það standi “´ávextir og grænmeti” neðst á matseðlinum…
Það er oftast ekki eins mikið af því á borðum og við myndum halda.

Ekki heldur láta blekkjast af því að Lýðheilsustofnun gefi út viðmið og að talað sé um að fara eftir þeim…
Það er yfirleitt ekki verið að fara eftir þeim (það er líka spurning hvort þar á bæ þurfi ekki líka eitthvað skoða málin).

Það er heldur enginn sem sér um að fylgjast með því hvort farið sé eftir þessum viðmiðum.
Þar af leiðandi…gera bara allir það sem þeir vilja og komast upp með það.

Ekki er alltaf við kokkana að sakast – þó vissulega séu þeir mismeðvitaðir.
Mörgum finnst þetta bara í lagi og að við séum með óþarfa bögg.
Aðrir þakka okkur fyrir að vekja máls á þessum málum og vilja fá tækifæri til að gera betur.

Það er ekki í lagi að bjóða börnum uppá ógeðslegan mat bara af því það er auðveldara og þægilegra.

Það er heldur ekki í lagi að borgin bjóði starfsmönnum mötuneyta skólanna uppá alltof lág laun og lök vinnuskilyrði.

Við fórum að skoða þetta fyrir sirka ári síðan – rétt eftir áramótin í fyrra og vissum engan veginn það sem við vitum í dag.

Við héldum að það væri einfalt mál að fá þessu breytt – kannski fá að hitta kokkinn og
skólastjórann og benda á það mætti bæta mataræðið.
Eins að láta vita að ef vilji væri til, þá værum við meira en til í að hjálpa til við að koma
með tillögur og uppskriftir.

Okkur var vel tekið og það var alveg vilji til að gera eitthvað frá skólans hendi….en það var bara ekki svo auðvelt.

Það sem í ljós kom var, að þessu er öllu meira og minna miðstýrt.

Það hvað má versla og við hverja, byggist allt á rammasamningum sem eru ákveðnir af einhverjum nokkrum köllum úti í bæ sem aldrei koma inn í eldhúsin og vita ekkert hvað þar fer fram.

Í staðinn fyrir að hver og einn kokkur geti hringt þangað sem hann vill og pantað það hráefni sem hann þarf til að gera eitthvað gott og hollt fær hann lista yfir þá sem má versla við það og það misserið.
Þó svo hann gæti notað sér sín sambönd og nálgast betra hráefni á lægra verði – þá má það ekki.

Þannig er þetta um allt land.

Kokkar sem elda í skólum úti á landi – nær afurðunum – mega samkvæmt þessu ekki fá rollu af næsta bæ, heldur verða þeir að panta þær tilsnyrtar af kjötvinnslufyrirtæki sem keyrir það þá til þeirra….jafnvel sama lambið og var alið á næsta bæ….bara búið að senda það í bæinn og tilbaka…er það í lagi?

Þetta finnst okkur ekki boðlegt. Ekki bara er þetta einstaklega óhagkvæmt og umhverfisspillandi, heldur er þetta svo ónáttúrlegt allt saman.

Allt tal um “gamla góða” íslenska matinn…sem kemur stundum upp þegar við hefjum gagnrýni okkar….er alveg ótrúlegt.
Það má vera að þetta heiti sama nafni…og líti svipað út…en ekki segja mér að langömmur okkar hafi haft stauka með
E-efnum og uppfyllingarefnum í hillunni fyrir ofan eldavélina.

Þá erum við ekki einu sinni farin að tala um allan innflutta matinn sem er í boði.
Naggar frá Kína og/eða Alaska…Við spurðum aðila innan borgarkerfisins hvaðan fisknaggarnir væru og þetta var svarið.
Fyrir utan að viðkomandi virtist alveg sama!

Hvað með allan fiskinn sem syndir í sjónum hérna í kringum landið? Er hann ekki nógu góður ofaní börnin eða er hann kannski of góður? Er allt í lagi!!?

Það er ekkert dýrara að elda hollan mat. Það þarf bara smá hugarfarsbreytingu. Það þarf að hugsa þetta alveg uppá nýtt -kannski eyða frekar fé í starfsmannahald í eldhúsunum sem og endurmenntun – og minna fé í unnin og tilbúin matvæli. Eins að rýmka reglur um innkaup. Það sem út úr því kæmi væri betri matur, fleiri störf, ánægðari börn og meiri viðskipti við fleiri aðila.

Börnin eru framtíð okkar…bæði okkar eigin börn sem og annara börn. Þau eiga að erfa þetta land – eða það sem eftir er af því – og við stólum á að þau sjái um okkur í ellinni.
Hvernig eiga þau að fara að því þegar þau verða þjökuð af sykursýki, ofvirkni og fleiri sjúkdómum sem búið er að sá sami matur og þeim er boðið uppá stuðli að?

Þið vitið kannski að það er sami matur í boði á elliheimilum landsins….guð forði okkur frá því að þurfa að lenda þar í mat.
Þar þarf að taka alveg jafn mikið til hendinni og í skólunum. Það þyrfti eiginlega að skoða þessi mál samhliða.

Þetta kemur okkur öllum við. Ef við komum ekki vel fram við börnin okkar og gamla fólkið okkar – þá er ekki mikið í okkur varið.

Hagfræðilega séð er þetta líka mikið vandamál. Þess meira sem er keypt innflutt og foreldað – þess minni næring – þess óhollari matur – þess fleiri sjúklingar – þess dýrara heilbrigðiskerfi….
Er virkilega enginn að sjá samhengið? Það er alveg kominn tími til að það verði gert eitthvað í þessu – í staðinn fyrir að stofnuð verði enn ein nefndin sem engu skilar.

Þetta eru engin geimvísindi;)

17 Comments Add yours

  1. Lára says:

    Orð í tíma töluð!

    Like

  2. Sigurlaug says:

    Ég skil þetta ekki, ég hef unnið í þremur skólum á síðustu fimm árum og á öllum stöðum var fínn matur. Í Álftamýraskóla þar sem ég vinn nú er alltaf boðið upp á salatbar. Almennt er reglan sú að það er boðið upp á íslenskan fisk tvisvar í viku, kjöt einu sinni og spónarmat einu sinni viku. Fiskurinn er alltaf ljómandi góður, kjötið ágætt, hins vegar er rétt að suma daga er matur eins og pasta, grjónagrautur, súpa, kjöt og fiskibollur. Held samt að slíkur matur sé líka á borðum hjá foreldrum. Kakósúpu hef ég aldrei séð. Það getur verið að þetta sé í miklum ólestri í einhverjum skólum, en það er ekki mín reynsla.

    Like

    1. Móðir says:

      Það er nú fullmikið af alhæfingum í þessari grein. Þar sem sonur minn er í fæði er fullur grænmetis og ávaxtabar á hverjum degi.
      Msg og gerkraftar er ekki notað í matinn og það er fiskur, íslenskur fiskur á borðum í skólanum 2svar í viku. Engin fiskur í naggaformi frá kína eða alaska.
      Það er satt að þessi mál eru ekki alltaf í lagi því miður, en það þarf að passa umræðuna og setja ekki alla undir sama hatt.
      Málefnalega umræðu takk fyrir, ekki alhæfingar sem eru byggðar á fordómum um að allur skólamatur sé óhollur.

      Like

      1. Sigurveig says:

        Alls ekki…það er tekið fram að ástandið er misjafnt milli skóla. Maturinn hefur verið talinn betri í leikskólum-enda lengri hefð fyrir honum þar. Það er hins vegar stefnan að fara að reyna að samræma matseðla. Þá er ekki verið að tala um að setja matinn af leikskólunum inn í skólana, heldur öfugt.

        Hins vegar fékk ég bréf í vikunni frá konu sem komst að því að hjá dagmömmunni sem hún var með barnið sitt á var mikið af unnum kjötvörum-t.d.beikonbúðingur. Þetta er fyrir börn sem eru innan við tveggja ára. Ég veit ekki hvort það er svo víða-en vissulega eitthvað sem fólk ætti að athuga.

        Það er voðalega auðvelt að halda að maturinn sé í lagi af því að hann hljómar þannig.

        Til þess að sjá heildarmyndina þarf að kafa aðeins í málin-sem er það sem við erum búnar að vera að gera í heilt ár.

        Við erum búnar að tala við fullt af aðilum sem koma að þessum málum. Þar með talið kokka, foreldra og börn.

        Samkvæmt upplýsingum frá aðila sem kemur að gerð rammasamninga fyrir Reykjavíkurborg eru naggarnir annað hvort frá Alaska eða Kína. Við spurðum. Þetta var svarið. Við fundum það ekki upp;) Og honum var alveg sama-fannst það litlu máli skipta. Það er ekki í lagi finnst mér.

        Ég setti hérna í athugasemd fyrir ofan smá útskýringu. Getur kíkt á hana.

        Like

    2. Sigurveig says:

      Hér er matseðillinn í mars.

      Click to access mars.pdf

      Er ekki viss um að linurinn virki. Er ennþá að læra á umhverfið hérna inni:)
      Getur copy paste-að og opnað í öðrum glugga.

      Getur látið þér hlakka til kakósúpunnar á föstudaginn;)

      Samkvæmt þessu er ekki fiskur tvisvar í viku.

      Set innan sviga þær spurningar sem vakna hjá mér þegar ég sé matseðilinn og fólk ætti að spyrja sig.
      Tek það fram að þessi matseðill er hvorki verri né betri en annað sem ég er að sjá.

      Steiktar fiskbollur(hvaðan-úr hverju og hvað er með þeim annað en hrísgrjón-og hvernig hrísgrjón eru þetta),

      plokkfiskur(ok ef lagaður á staðnum),

      steiktur fiskur með kartöflum og remúlaði( er fiskurinn paneraður á staðnum eða kemur hann tilbúinn í raspinum-jafnvel forsteiktur),

      gufusoðinn lax með spínatsósu (hljómar ekkert ótrúlega girnilega en gæti verið hollara en margt annað þarna),

      nætursaltaður fiskur með kartöflum ( nætursaltaður er bara annað nafn yfir fisk er ekki nógu góður til að selja ferkan. Alltof mikið salt í honum.
      Eru kartöflurnar forskrældar og næringarlausar),

      djúpsteiktur fiskurmeð kokteilsósu og hrísgrjónum( djúpsteiktur…kokteilsósa…)

      Svo eru fleiri réttir þarna sem ég set spurningarmerki við.

      Kjúklinga codon bleu…kemur liklegast tilbúið… foreldað…blandað alls kyns aukadrasli.

      kjötfarsbollur (kjötfars…segir allt sem þarf),

      sænskar kjötbollur (þær eru yfirleitt einu kjötbollurnar sem eru úr hakki-en hvernig hakki. Yfirleitt koma þær tilbúnar og forsteiktar)

      blómkálssúpa (er hún gerð frá grunni-bökuð upp og blómkál notað í hana eða er hún úr pakka með aukaefnum og salti)

      Pastaréttir( hvað..hvernig…sé ansi oft beikonpasta eða skinkupasta á matseðlum. Erum við að tala um það)

      Varðandi salatbarinn-þá er það fínt, en það strokar ekkert út hina óhollustuna. Hljómar vel-en eru öll börnin að fá sér?

      Ég sé ekki einn einasta grænmetisrétt. Eins væri auðvelt að gera góðar og matarmiklar súpur.
      Austurlensk núðlusúpa getur verið holl-og getur líka verið óholl. Hvaða hráefni er verið að nota. Segir ekki mikið….

      Það er ansi misjafnt hvað er á borðum fólks. Það afsakar ekki það að skólinn sé að bjóða uppá óhollustu.
      Af hverju ekki að fara alla leið og bjóða uppá pizzur og súkkulaði? Það er oft ekkert óhollara en það sem má sjá á matseðlum.

      Svona matur er alls ekki á borðum allra foreldra. Sem betur fer hefur verið smá vitundarvakning og fólk er farið að gera meiri kröfur um
      það sem það lætur ofaní sig. Það kemur ekki alltaf til af góðu. Ofnæmi og óþol alls konar hefur aukist til muna sem og ýmsir velmegunarsjjúkdómar eins og t.d.
      of hár blóðþrýstingur, sykursýki, gigt..og fleiri sjúkdómar sem sýnt hefur verið fram á að tengjast mataræði mikið.

      Nöfnin segja ekkert-það er ekki hægt að bera saman þá rétti sem maður gerir heima og það sem kemur inn í stóreldhús.
      Að sama skapi er auðvelt og einfalt að gera góða, holla og ódýrara rétti með smá hugmyndaflugi, kunnáttu og metnaði.

      Like

  3. Sigurlaug says:

    Já en óheppilegt fyrir mig kakósúpa á matseðli, ég hef reyndar aldrei fengið hana áður. Salatbarinn er flottur í Álftamýraskóla úrval af grænmeti, ávöxtum, byggi, kúskús ofl.. Ég sé að þetta er ekki alveg rétt hjá mér með fiskinn, en það hefur alla vega verið viðmiðið að hafa fisk tvisvar í viku, líka í Langholtsskóla þar sem ég vann áður. Bæði í Álftó og Langó eru kokkarnir nokkuð duglegir að elda frá grunni. Steikja og sjóða fisk og í Langholtskóla eru súpurnar alltaf unnar frá grunni mjög góðar gúllas, kjöt og grænmetissúpur, ekkert msg-Knorr. En það koma líka óhollustu pasta, kjötbollu, cordon blue dagar, auðvitað væri best að það sæist ekki á matseðli. Eins og ég sagði áður þá er þetta örugglega misjafnt eftir skólum. Sveigjanleiki er trúlega ekki mikill því maturinn verður að vera ódýr og fáir starfsmenn, þess vegna er drýgt með pasta, grjónagraut og pakkasúpum.

    Með þessu svari mínu þarna áðan vildi ég benda á að það er líka til góður matur í skólum ekki bara slæmur, mér fannst þú full neikvæð. En það má örugglega gera miklu betur, það er alveg rétt hjá þér.

    Og svona í lokin… Á yfirhöfuð að vera með mötuneyti í skólum, krafan er sú að maturinn á að vera hollur, helst eldaður á staðnum og mjög ódýr 275 kr. máltíðin. Kannski gengur það dæmi ekki upp.

    Like

    1. Sigurveig says:

      Kakósúpa er alltof oft á matseðlum í skólunum. Eins stafasúpa. Meðal innihaldsefna…og mig minnir fyrsta innihaldsefni…er “kjúklingapúður”.
      Veit einhver hvað það er? Langar einhverjum í það? Annars er málið flóknara en þetta.

      Foreldrar borga fyrir máltíðina og borgin borgar á móti+starsmannahald.
      Víða liggur kostnaðurinn við máltíðina ekki fyrir. Annars staðar er hann vel undir því sem hann má vera.

      Vandinn er líka sá, að kokkarnir fá oft ekki að vita hvað maturinn sem þeir panta er að kosta. Þeim er sagt að halda kostnaði niðri…en fá svo ekki að vita neitt hver hann er fyrr en þeir fara yfir hann. Þá eru þeir skammaðir. Þetta leiðir til þess að víða eru þeir að spara meira en þeir þurfa. Kostnaðurinn er því oft langt undir verði en þar sem þetta er allt í einum hrærigraut í bókhaldinu hjá borginni…. þá vill eiginlega enginn fara almennilega í að skoða það.
      Ástæðan? Tekur tíma, er leiðilegt, enginn vill vera boðberi slæmra frétta…ég veit það ekki. Það geta verið margar ástæður fyrir því að það er ekki gert.

      Þetta virkar einhvern veginn svona:
      Kokkurinn pantar inn það sem hann þarf, af listanum yfir þau fyrirtæki sem hann má versla við. Þar standa engin verð-heldur er búið að ákveða það allt fyrirfram.
      Ef kokkurinn sæi tilboð einhver staðar í annars staðar en þar sem hann má versla-gæti hann ekki nýtt sér það….
      Skólastjórarnir kvitta á reikningana. Þeir eru sendir til borgarinnar-og þar safnast þeir saman. Það er ekki fyrr en eitthvað lítur út fyrir að vera verulega að sem eitthvað er farið að skoða málin. Það er ekkert öðruvísi með þetta en með marga aðra hluti.

      Svo er annað-það er vel hægt að gera ódýra og góða rétti sem eru ekki innfluttir eða foreldaðir. Það þarf bara smá hugarfarsbreytingu.

      Við höfum aldrei ásakað neinn-og ætlum ekki að pikka út “góða” og “vonda” skóla. Vandinn liggur að miklu leyti hjá kerfinu-það þarf að vera tilbúið til breytinga og umbóta.
      Það virðist hins vegar nokkuð djúpt á því, þó svo að margir viðurkenni að þar séu vandamál.

      Svo eru víða séreldhus fyrir starfsfólk…með sérkokkum. Starfsfólkið getur sem sé ekki hugsað sér að borða það sem börnunum er boðið uppá.
      Er það í lagi? Er ekki lágmark að krefjast amk sömu gæða fyrir börnin okkar og fyrir okkur sjálf?

      Þú athugar að þegar upp er staðið eru börnin ekki kjósendur og kannski ástæðulaust að vera að eyða of miklu púðri í að gera þeim til geðs?
      Það hafa margir kvartað yfir þessu í gegnum árin. Við erum alls ekki fyrstar. Við bara fórum dýpra í málin og gefumst ekki upp.

      Þetta er meingallað kerfi og þarf að skoða alveg frá grunni án þess að allir fari í flækju og taki gagnrýni á “kerfi” persónulega.

      Like

  4. Sigurlaug says:

    Held samt að ástandið sé ekki svo slæmt að starfsmenn eru saxaðir í súpu, eins og auðveldlega er hægt að álykta af svari mínu þarna áðan.

    Like

    1. Sigurveig says:

      Það er nu gott að heyra! :)

      Like

  5. Þorbjörn Ólafsson says:

    Það er bara þannig að ef það á að gera góðan mat þá er hann ekki gerður nema að hráefnið sé fyrsta flokks – þannig væri því eðlilegt að fyrsta spurninginn væri hvort skólarnir sé tilbúnir að borga tiltölulega hátt verð fyrir vöruna og fá gæði í samræmi við það.
    Þegar þú talar um að þið séuð búnar að skoða þetta í heilt ár – hvað segir það manni?
    Eru þið með markmið fyrir þessar kannarnir eða er þetta handahófskennt spjall við kokka og skólastjóra? eru þið með fyrirframm ákveðnar spurningar þannig að upplýsingar sem þið safnið saman séu marktækar? Hefur ykkur ekki dottið í hug að ef þið spyrjið kokkinn spurninga á sama tíma og þið talið við vinnuveitandan að hann tjái sig ekki til fulls því að hann vill ekki láta skólan líta illa út.
    Hafi þið skoðað það hvort tækjabúnaður og stærð eldhúsa ásamt aðbúnaði starfsfólksins sem þar vinnur sé með þeim hætti að hægt sé að elda ofan í þann fjölda sem til er ætlast. Ég fullyrði að lang flestir skólar á höfuðborgarsvæðinu eru með eldhús sem varla geta talist afgreiðslueldhús miðað við fjölda hvað þá að hægt sé að gera þá kröfu að þar sé eldað úr hrámeti yfir í fallegan, góðan og næringarríkan mat – einning fullyrði ég að lang flest þessara eldhúsa eru mönnuð konum (matráðskonur) sem telja sig kunna að elda en líkt og í þáttunum hans Jamie Oliver þá bara er það því miður þannig að þær gætu ekki útbúið Súpu án þess að klóra sér í hausnum.
    Fyrsta mál á dagskrá hlítur að vera að fá faglært fólk til þessara starfa, en það gerist ekki á meðan að borg og ríki komast upp með það endalaust að brjóta iðnlögin sem eiga að vermda iðngreinina matreiðslu – kokkum er gert skillt að skipta um félag fara úr matvís yfir í BSRB þar sem launa taxtar og réttindi eru með allt öðrum hætti. Og ef þeir vilja reyna að standa á því að vera innan Matvís fá þeir einfaldlega ekki starfið. Bara á þessum eina punkti hafa skólanir misst frá sér möguleika á því að fá frábæra einstaklinga með mikla reynslu og fróðleik til að stýra þessum mötuneytum. Því það er nú þannig að matreiðslumenn þrá það eftir ákveðin ár í bransanum að geta unnið dagvinnu líkt og meirihlutinn gerir og geta lifað af því, verið í fríi með fjölskyldu á hátíðsdögum o.s.frv. Margir Matreiðslumenn væru mikið til í þetta en er nauðugur sá kostur að vinna allar helgar, alla hátíðs daga langt fram á nótt til þess að ná eðlilegum mánaðarlaunum heim og saman.
    Miðað við skrif þín að ofan og alls ekki til að gera lítið úr ykkur þá dreg ég bara stórlega í efa allt sem þar er sett fram. En að fá umræðuna er fínt, en til þess að lyfta henni á hærra plan þarf að taka störf þessara mötuneyta út. ekki bara einn matseðill og ef það sést óvart kakósúpa á honum og ekki fiskur 2 í viku þá er hrópað – en ekkert tilit tekið til að á árinum hjá sama skóla voru kanski skrifaðir 40 matseðlar það árið og í 85% tilfella var kannski bara allt í lagi með hlutina.

    Skrif ykkar (þín) eru líka dálítið lituð af þeirri áráttu að gera lítið úr matreiðslumönnum og fynnst mér það miður – þetta eru menn sem gætu nefnilega lyft þessu á mun betra og á það stig sem þið greinilega er annt um að hlutirnir komist á.

    Kær Kveðja
    Þorbjörn Ólafsson
    Matreiðslumaður og Markaðshagfræðingur

    Like

    1. Sigurveig says:

      Við höfum safnað að okkur upplýsingum úr ýmsum áttum.
      Nú er það þannig að við erum allar í vinnu og ekki erum við að fá laun fyrir þetta ( önnur en skít og skammir og hrós eftir a víxl ).
      Við höfum skoðað tækjabúnað þar sem við höfum getað. Við höfum talað við ýmsa og eins höfum við fengið upplýsingar úr ýmsum áttum-bæði frá kokkum, starfsfólki skólanna á öllum stigum, foreldra og síðast en ekki síst börn.

      Við höfum einmitt bent á að kokkarnir þurfi að skipta um félag-það er alveg útí hött.
      Þú getur ímyndað þér hversu góðan og mikinn hljómgrunn það hefur fengið hjá borginni!

      Af hverju fara matreiðslumenn ekki sjálfir og kvarta yfir þessu-það er að segja Matvis?

      Þetta sem ég skrifaði hér er engan veginn “allt” sem við erum búnar að gera.
      Þetta er lítill pistill sem ég setti saman á 5 mínútum til að kynna málið aðeins betur og koma af stað frekari umræðu.

      Það er nefnilega þannig að ef umræðu er ekki haldið við, þá deyr hún út og ekkert gerist.

      Þessi matseðill sem ég er að taka sem dæmi hérna fyrir neðan, er bara eitt tilfelli ( skoðaði hann bara af því það var verið að benda á hann ).

      Ef þú lest hins vegar þær umræður-og skoðar vel hvað þar er sagt-þá sérðu dálítið sem er alltof algengt.
      Fólk heldur að allt sé í lagi, af því það er búið að segja það. ( ekki ósvipað og var með önnur mál hér í langan tíma þar til annað kom í ljós ).
      T.d. heldur það að það sé fiskur 2svar í viku af því það er stefnan…fólk treystir því að þetta sé í lagi en svo er það það ekki.

      Við skiljum vel að matreiðslumenn vilji komast í dagvinnu-eins að það sé margt sem er ekki hægt að gera.
      Eins vitum við að margir sem eru að elda, kunna ekki að gera annað en er á matseðlunum.

      Þessu viljum við breyta.

      Við erum alls ekki að gera lítið úr matreiðslumönnum með því að benda á stöðuna eins og hún er.
      Það er misskilningur. Einungis matreiðslumönnum sumum hefur fundist það-aðrir hafa skilið að við erum að gagnrýna allt kerfið.

      Við erum að gagnrýna það að í raun virkar þetta svona:
      Lýðheilsustöð setur markmið. That´s it…því er svo ekkert fylgt eftir hvort farið er eftir þeim eða ekki.
      Þetta eru markmið-ekki lög-en fólk gerir svona ráð fyrir að verið sé að fara eftir þessu.

      Svo er ekki. Það er ekki við neitt eitt að sakast-en staðreyndin er sú að þetta er farið sem þetta er komið í.

      Þá er það næsta spurning. Hvað á að gera? Það er margt hægt að gera. En fyrst þarf viljann.

      Það er til fullt af hráefni þarna úti sem er bæði gott og ódýrt. Það er bara ekki alltaf aðgengilegt fyrir kokkana.

      Við vildum sjá þessi mál færð beint inn í skólana. Að þeir mörkuðu sína matarstefnu sjálfir og hefðu til þess frjálsari hendur.
      Þannig hefðu þeir tækifæri á því að vinna ásamt starfsfólkinu í sínum eldhúsum að því að gera betur. Það myndi koma smá metnaður.
      Það myndi aftur kannski verða til þess að meiri virðingu væri farið að bera fyrir þessum störfum.

      Enn og aftur-það er alltof algengt matreiðslumenn skuli halda að verið sé að gera lítið úr þeim.
      Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um allt kerfið. Tvær okkar eru matreislumenn og ein okkar en mannfræðingur. Við höfum því haft tækifæri á að skoða málin
      útfrá þeirri reynslu. Við erum ekki “bara einhverjar mæður sem vilja grænmeti í öll mál”;)

      Þegar ég er að tala um mat útfrá “hagfræðilegu sjónarmiði” og innfluttan mat…hefði kannski mátt orða þetta öðruvísi en taldi að þetta skildist….þá er ég ekki að tala um það útfrá næringu eingöngu, heldur útfrá þeirri staðreynd að hér eru í gangi alls kyns tal um að efla íslenskan iðnað, íslenkan landbúnað, skapa störf…verslun innanlands…osfrv osfrv.
      Á sama tíma eru börn og gamalmenni oft að borða foreldaðan og innfluttan mat.

      Ég er alveg sammála því að það er ekki alltaf samasemmerki á milli þess sem er frosið og næringarinnihalds. Og eins veit ég að frosið grænmeti er oft næringarríkara en það sem hefur ferðast langar leiðis ófrosið. Við erum bara ekki að tala um þær vörur. Hins vegar ef gerð væri súpa frá grunni og þessi hráefni notuð meðal annars-baunum bætt í og kannski kjöti ( er þá að tala um “alvöru kjöt” ),þá er það næringarríkara en réttir sem hafa verið framleiddir og forsteiktir-hvort sem það er hér á landi eða annars staðar-og eru svo hitaðir upp í mötuneytunum. Það segir sig líka sjálft, að ef þú ert með ódýran og foreldaðan mat-þá er hann eflaust ekki í sama gæðaflokki og það sem þú gerir sjálfur.

      Það er enginn að ætlast til að það séu flóknir réttir á hverjum degi.
      Það má vera með matarmikla súpu annan daginn-nota þá tímann til að undirbúa fyrir næsta dag-og vera þá jafnvel með lasagna næsta dag sem er búið til frá grunni.
      Það þarf ekki alltaf að vera “jafnt” yfir alla dagana.

      Kakósúpa er mjög algeng á matseðlum. Eins stafasúpa.
      Þetta er ekki matur. Af hverju ekki alveg eins að baka súkkulaðimöffins fyrir börnin? Það er næringarríkara!

      Það verður að segjast eins og er, að ef við hefðum ekki farið af stað með þessa umræðu þá væri hún engin.
      Það hefur jafnvel verið talað um það hvort ekki ætti bara að leggja niður mötuneytin. Það finnst okkur afleitt og ef eitthvað slíkt kæmi til tals þá myndum við mótmæla því hástöfum.

      En af hverju eigum við að þurfa að leggja alla þessa vinnu á okkur? Af hverju mótmæla matreislumenn ekki sínum réttindum og starfsskilyrðum og beina reiði sinni á réttan stað-sem sé til vinnuveitenda sinna? Það væri allavega góð byrjun.

      Like

  6. Þorbjörn Ólafsson says:

    Eitt í viðbót

    Neðsta málsgrein þín – ef ég ætti að benda þér á eitthvað þá væri það að taka út neðstu málsgreinina um Hagfræðileg rök, hún styrkir ekki málatilbúnað þinn. Því það er hvergi að fynna í neinni Hagfræði þau rök að ef matur er keyptur erlendis frá að það leiði af sér að hann innihldi enga næringu eins og þú kemmst að! Foreldað er heldur ekki alltaf næringarsnautt drasl – því það fer allveg eftir eldunar aðferðinni og kæli aðferðinni hversu mikið af næringar efnum varðveitast. Þannig eru t.d margir sem jafnvel telja að frosin ber, ávextir og grænmeti geti í sumum tilfellum verið heilnæmari en margt af því “ferska” sem keypt er í búðum á Íslandi. Þegar þú kaupir paprikku þá veistu ekki hverju var sprautað í hana til þess að líftími hennar héldist það langur að hægt væri að flytja hana til Íslands og að hún þyldi svo að vera í 2-3 vikur í Bónus upp í hillu – er hún eftir þessa meðferð stútfull af næringarefnum???

    Fullyrðingar eru góðar ef það er rennt undir þær staðreindum sem eru sannanlegar en skaðlegar þegar til þeirra er gripið til þess að skreyta eignin skif og pælingar!

    En enn og aftur þá er ég ekki að skrifa þetta til að gera lítið úr þínum skrifum en ég væri bara til í hafa þessa umræðu á hærra plani en þetta – því þessi umræða er þörf og þíð eigið ykkar að hrinda henni af stað.

    Kveðja
    Þorbjörn Ólafsson
    Matreiðslurmaður / Markaðshagfræðingur

    Like

  7. Kristín B. says:

    Steiktir grænir tómatar í öll mál ! Segi eins og er, að pottur er brotinn víða hjá dagmæðrum en nb foreldrar borga offjár fyrir dvöl barna sinna hjá þeim og ættu að geta skvísað út úr þeim hollari fæðu, jafnvel ákveðið matseðilinn með þeim..eru ekki 5 börn á hverja slíka? Í skólunum er sannarlega gætt að fjölbreytni og hollustu (svakalegur salat- og ávaxtabar hjá okkur) í bland við 1 kakósúpudisk á ári og bjúgu 2-3 á ári, en það er engan veginn hægt að vera með sérfæði í boði sem þar að auki er þá til skammar, og ástæða til að rífast í stjórnvöldum um, hversu dýrt það er, eins og grænmeti, ávextir, nýr fiskur og kjötmeti. Í skólanum “mínum” er þar að auki undirmönnun í eldhúsi vegna þess að borgin ræður ekki við það fjárhagslega að ráða til viðbótar þeim sem eru farnir. Helst vill borgin losa sig við kennara líka næstu 5 árin skv. úttekt á barnafjölda í hverfum o.þ.h. Þannig að Sigurveig, þó að þið leggið af stað með gott málefni, þá þarf að hækka máltíðarverð upp í lægst 500 kr. ef þetta á að bera sig. Fá fleiri til starfa í mötuneytin og gæðastjóra sem hendir út einum kakósúpudisk eða sperðladisk á ári. Og kannski það sem meira er..meðalhófið er best. Svo hef ég áhyggjur af almennu hreyfingarleysi barna og holdafari, frekar en þessu atriði. Og einhversstaðar er vikið að því að kennarar séu með sérkokk og delúx-fæði sisona eins og Arionbankastarfsfólk á árshátíð. Velkomin vertu í það sem stendur út af hjá “okkur” – en það er gamla, góða, rauða Melrósate-ið. Annars sýnist mér flestir samstarfsmenn mínir taka nesti með sér að heiman. Með kveðju góðri.

    Like

    1. Sigurveig says:

      Við erum einmitt nýbúnar að komast að þessu með dagmæðurnar…hefði bara aldrei dottið í hug að þar væri víða verið að gefa börnunum sama fóður.

      Ef þetta er staðan í þínum skóla-þá ertu heppin. En ef maturinn er svona góður-af hverju koma kennararnir þá með nesti?

      Skoðaðu matseðilinn betur og horfðu gagnrýnum augum á hann. Er allt svona hollt og eldað frá grunni?
      Það er enginn að biðja um steikta græna tómata í öll mál. Alls ekki.
      Og það þarf alls ekki að hækka matarverð. Það að hollur matur sé dýrari en óhollur er mýta.
      Það er ekki hægt að bera saman matvælaverð í verslun og svo aftur frá heildsölu.
      500 gr poki af hýðishrósgrjónum kostar hlutfallslega miklu miklu meira en 25 kg sekkur.

      Þó svo að í þínum skóla sé ekki séreldhús-þá er það víða. Þetta eru allt upplýsingar sem þú getur fundið á netinu.
      Það er enginn að segja að þar sé einhver delúx fæða-en hugsanlega vilja kennarar ekki þetta mikla magn af kjötfarsafurðum sem víða eru í boði.

      Þetta “atriði” skiptir bara mjög miklu máli þegar kemur að holdarfari barna. Börnin eru stóran hluta dagsins í skólanum og á dagvistarheimilum.
      Þar er þeim boðið uppá þetta. Eins endalaust brauð…ég held að við íslendingar hljótum að eiga heimsmet í brauðáti-og það er að meginhluta til lélegt og næringarsnautt brauð.
      Og hvað er haft sem álegg? Skinka…eða…það heitir reyndar ekki skinka lengur heldur ýmsum nöfnum eins og brauðskinka,skólaskinka,osfrv. Það er farið að blanda svo miklu samanvið að það má ekki kalla þetta skinku lengur.Vissirðu það? Aftur-þetta er bara eitt dæmi.
      Held að málið sé kannski dálítið það líka, að íslenskir neytendur eru alltof linir við að skoða hvað er verið að selja þeim-hvort sem er í verslunum eða á stofnunum.
      Oft er miklu bætt við og aðferðir notaðar til að blekkja neytnendur.

      Svo er það ekki bara offitan sem þarf að hafa áhyggjur af-heldur ýmislegt fleira.
      Alþjóða heilbrigðismálastofnun ( vona að þetta sé rétt þýtt hjá mér…world health organisation) hefur gefið út viðvörum til foreldra að gefa börnunum sínum ekki meira en 50 grömm af unnum kjötvorum á viku. Það er ígildi tveggja beikonsneiða. Allt yfir það eykur stórlega líkur á krabbameini-eins á fullorðinsárum. Er það ekki líka hálfgerður fararldur orðið?

      Það er búið að vera mikill áróður gegn reykingum-og óbeinum reykingum-en veit fólk að við reykingu á matvælum myndast efnasambönd sem eru alveg jafn skaðleg?
      Og veit fólk að til að halda saltmagni niðri er vara oft reykt til að fá fram bragð? Samt er saltmagnið líka alltof mikið.

      Það sem eftir stendur er, að það ekki erfiðara að elda góðan og hollan mat en óhollan. Það vitum við. Við erum líka með reynslu í að elda í stóreldhúsum og við vitum hvernig það er að vera undirmannaður. Það er kannski dálítið það sem er verið að líta framhjá. Við erum ekki bara einhverjar mæður úti í bæ sem hafa bara hrært í pottum heima hjá sér-við höfum sérfræðiþekkingu og við skoðum þetta samtímis sem foreldrar og sem matreiðslumenn. Ein okkar er svo mannfræðingur og sú reynsla nýtist einnig vel.

      Og eitt-svona algjörlega burtséð frá matnum….það er tíminn sem börn hafa til að borða. Hann er alltof skammur. 10-15-20 mínútur til að koma inn í matsalinn, fá á diskinn, borða og koma sér út áður en næsti hópur kemur . Þetta veldur því að börnin borða alltof hratt og læra ekki góða siði við matarborðið. Fyrir utan það að það er alltaf verið að innprenta manni að tyggja matinn…ekki gleypa hann í sig…á meðan þurfa börnin að gera það í skólunum alla daga.
      Svo er það annað-sum börn munu alltaf komast fremst í röðina og jafnvel ná að fá sér tvisvar á diskinn, meðan önnur komast alltaf síðast að.
      Það þarf nefnilega að skoða marga hluti og hvernig þeir svo vinna saman.

      Like

  8. Guðlaug Anna Guðmundsdóttir says:

    Í þeim skólum sem ég þekki til finnst mér þetta fín blanda, af hollum og góðum mat, ,,eðlilegum mat” bara, altlaf ávextir og grænmet og já, börnin fá sér vel af því. Já það er kakósúpa af og til, en börnin elska hana. M’er finnst við líka alveg mega horfa á það, að börnin mega l´ka vera glöð og mett. Þegar það er til dæmis grænmetisbuff frá grunni, fer mest allt í ruslið, þegar það er til dæmis kakósúpa og brauð, er borðað endalaust. Kennarar hjá mér borða allir í mötuneyti barnanna, og 99% barna eru í heitum mat. Nú á að spara enn meira í mötuneytum, sv oþað er ekki verið að fara að eyða enn meiri pening í matinn. Eflaust má laga þetta á mörgum stöðum en það þarf ekkert að fara offari heldur yfir einstaka kakósúpa eða kjötbúðing.

    Like

    1. Sigurveig says:

      Ef að eina vandamálið væri kakósúpa af og til-þá væri þetta ekkert mál.
      Ef þú hefur áhuga á að kynna þér málið fyrir alvöru, þá eru matseðlar skólanna yfirleitt aðgengilegir á netinu.

      Ef að grænmetisbuffinu er hent-þá er það líklegast vegna þess að það er ekki nógu gott.

      Svo er önnur spurning-erum við að ala upp börnin okkar ( í þessum málum sem og öðrum ) eða
      einungis að gera eins lítið og við komumst upp með og vona það besta? Er nóg að börnin séu bara glöð og mett af súkklaðisúpu?

      Like

      1. Guðlaug Anna Guðmundsdóttir says:

        Ég hef alveg kynnt mér málið og finnst bara mjög oft ekkert að þessum matseðlum og finnst þetta bara alveg normal matur. Ég smakkaði þetta buff og fannst það bara fínt, en börnin höfðu ekki smekk fyrir því, þau hafa heldur ekkert alltaf smekk fyri rþví sama og við. Já, aðalmálið finnst mér að börnin séu glöð og mett, ég vil að börnin mín borði almennilega í hádeginu, ok, ég vil að þau fái almennilegan mat líka, en þau drepast ekkert á súpu og bjúgum inn á milli.

        Like

Leave a comment