Spanakopita
50 ml ólívuolía
1 laukur
2 hvítlauksrif
1000 gr spínat
30 gr steinselja
2 egg
125 gr ricotta
250 gr feta
150 gr fillo-deig
60 ml ólívuolía til að pensla með fyrir rest.
Ofninn hitaður í 175 gráður.
50 ml ólívuolía hituð á pönnu. Laukur og hvítlaukur settir útí þar til glærir.
Spínatinu bætt útí.
Tekið af pönnunni og kælt.
Steinseljunni bætt útí.
Eggjum,ricotta og feta blandað saman.
Hrært saman við spínamixtúruna.
Samsetning:
1 blað af fillodeigisett í smurt form og penslað með ólívuolíu.
þar ofnaá annað blað af fillo-penslað með ólívuolíu…
og loks 3ja blaðið…líka penslað með ólívuolíu.
Þar ofnaá kemur spínat/eggja mixtúran.
Deigið sem er “utanum”…það er að segja,deigið sem hangir fram yfir formið settir yfir til að bakan lokist.
Næst kemur fillo deig…og olívuolía…haldið svona áfram þar til komin 4 lög ofaná.
Bakað í 30-40 mínútur þar til gullið.