Tzatziki
2 agúrkur
1 dós grískt jógúrt
2-3 hvítlauksrif
2 msk ólívuolía
1 msk sítrónusafi
smátt skorin fersk mynta
Agúrkan skræld,rifin á rifjárni og sett í skál ásamt smá salti(svo að vökvinn fari úr henni).Vatnið sem lekur af henni svo sigtað frá.
Hvítlaukurinn kraminn eða smátt skorinn og settur í skál ásamt jógúrtinu,gúrkunni,ólívuolíunni,sítrónusafanum og myntunni.
Hrikalega held ég að kvöldverðartíminn á þessu heimili sé mikil sæla.. Bjó til dásamlegt Tzatziki með grillinu í Eurovision sólinni í Berlín.. Kærar þakkir!
LikeLike
Erum einmitt að undirbúa Eurovision partí hérna…..mamma var einmitt að hringja í mig frá Spáni að spyrja um uppskriftina áðan. Var stödd niðri í bæ að horfa á skrúðgöngu með fjögur börn með mér þannig að ég varð að hraðspóla uppskriftinni í símann…haha…Fattaði ekki að segja henni bara að fletta þessu upp!! Bestu kveðjur til Berlínar! Hittumst þar í sumar – verð í sambandi með hvenær það er aftur sem við erum á ferðinni þar:)
LikeLike