Afmælisboð hjá Kára

Hér var afmælisveisla í gær. Kári hélt uppá 9 ára afmælið sitt – sem er reyndar í dag.

Kakan í ár var fjólublá og á 3 hæðum.

Svo var það dúkurinn. Set alltaf bara blöð á borðið – svona rúllu eins fæst í IKEA. Sama rúllan dugar ár eftir ár.
Svo set ég bara fullt af vaxlitum á borðið og börnin geta litað. Tími eiginlega ekki að henda dúknum-neyðist samt til þess á endanum..dálítið mikið af kökumylsnu. En…ég er búin að taka myndir þannig að listaverkin fá að lifa áfram í einhverri mynd:)

This slideshow requires JavaScript.

Advertisements