Sami grautur í sömu skál? Ekki endilega….

Það er ekkert voðalega langt síðan að ég komst uppá lag með hafragraut.
Má eiginlega segja að Kári hafi kennt mér þetta.
Honum hefur alltaf fundist hafragrautur góður.

Mér finnst hann hins vegar ekki góður alveg “plain” og ég gæti ekki borðað hann eins alla morgna…

Það eru margar leiðir til að gera hafragraut meira spennandi.

Það er hægt að gera hafragraut án þess að nota mjólk.
Er eiginlega betri án mjólkurlaus.

Ég er farin að nota hrísmjólk.
Hún er léttari og sætari einhvern veginn og gefur gott bragð útí grautinn.
Margir nota sojamjólk-en mér finnst hún alltof þung einhvern veginn í hafragraut.
Nota hana frekar í bakstur.

Þessi sem ég hef verið að nota heitir Rice Dream og er lífræn-held að hún fáist víða.

Epli og kanill-rífa epli á rifjárni útí og strá svo kanil yfir. (Kanillinn er góður til að jafna út blóðsykurinn.)

Bananar(B6 og potasium), döðlur og valhnetur(omega 3 og manganese)-brytja banana útí og döðlur.
Valhnetur yfir þegar grauturinn er kominn í skálina.

Ber-þurrkuð meðan grauturinn er að malla-eins og t.d.trönuber eða
goji ber- bláber svo þegar hann er kominn í skálina og á borðið.
(C vítamín og trefjar).

Fræ-t.d.hörfræ( Omega 3) eða sólblómafræ( E vítamínríkt).

Það má nota alls kyns þurrkaða ávexti…t.d.apríkósur( A vítamínríkar).

Meira um hafragraut síðar. Þetta eru bara nokkrar uppástungur:)

Advertisements