Sami grautur í sömu skál? Ekki endilega….

Það er ekkert voðalega langt síðan að ég komst uppá lag með hafragraut.
Má eiginlega segja að Kári hafi kennt mér þetta.
Honum hefur alltaf fundist hafragrautur góður.

Mér finnst hann hins vegar ekki góður alveg “plain” og ég gæti ekki borðað hann eins alla morgna…

Það eru margar leiðir til að gera hafragraut meira spennandi.

Það er hægt að gera hafragraut án þess að nota mjólk.
Er eiginlega betri án mjólkurlaus.

Ég er farin að nota hrísmjólk.
Hún er léttari og sætari einhvern veginn og gefur gott bragð útí grautinn.
Margir nota sojamjólk-en mér finnst hún alltof þung einhvern veginn í hafragraut.
Nota hana frekar í bakstur.

Þessi sem ég hef verið að nota heitir Rice Dream og er lífræn-held að hún fáist víða.

Epli og kanill-rífa epli á rifjárni útí og strá svo kanil yfir. (Kanillinn er góður til að jafna út blóðsykurinn.)

Bananar(B6 og potasium), döðlur og valhnetur(omega 3 og manganese)-brytja banana útí og döðlur.
Valhnetur yfir þegar grauturinn er kominn í skálina.

Ber-þurrkuð meðan grauturinn er að malla-eins og t.d.trönuber eða
goji ber- bláber svo þegar hann er kominn í skálina og á borðið.
(C vítamín og trefjar).

Fræ-t.d.hörfræ( Omega 3) eða sólblómafræ( E vítamínríkt).

Það má nota alls kyns þurrkaða ávexti…t.d.apríkósur( A vítamínríkar).

Meira um hafragraut síðar. Þetta eru bara nokkrar uppástungur:)

5 Comments Add yours

  1. Ríkharð Brynjólfsson says:

    Omega 3 og omega 3 eru ekki það sama. Þær omega 3 fitusýrur sem við þurfum koma nær eingöngu úr fiskmeti beint eða óbeint (eru upprunnar í svifþörungum)

    Bendi á pistil sem Sigmundur Guðbjarnason skrifaði á síðunnji sinni fyrir nokkru.

    RB

    Like

  2. Sæl.
    Gaman að rekast á bloggið þitt – við deilum áhugamáli!
    Besti hafragrauturinn (1 hlutur af hverju; hafrar, vatn mjólk, og síðan smá salt) sem ég hef komist upp á lagið með er þegar maður lætur hafrana standa í vökvanum í 10-15 mínútur áður en maður eldar síðan grautinn. Þannig dregur maður sterkjuna út úr höfrunum og grauturinn verður ótrúlega rjómakenndur – svo mikið að það virðist að maður hafi notað rjóma.mbk, Ragnar

    Like

    1. Sigurveig says:

      Sömuleiðis:) Kíkti á bloggið þitt og leist bara vel á.
      Prófa þetta með að láta hann standa. Er nýkomin uppá lagið með hafragrautinn (betra er seint en aldrei).
      Hef alltaf átt erfitt með að muna eftir morgunmatnum-en lífið er til að læra:)

      Like

  3. Anna R says:

    Til hamingju með bloggið!

    Bendi ykkur Kára á hirsigraut í morgunmat. Hirsi er mjög járnríkt og raunar næringarríkt á alla kanta.

    Það er hægt að fá hirsiflögur þannig að það er alveg jafn fljótlegt að búa til hirsigraut og hafragraut (sem er mikill kostur). En hann er hinsvegar soðinn eins og hrísgrjónagrautur, þ.e. í vatns- og mjólkurblöndu. Alveg upplagt að setja hnetur og ávexti út á, nýja og þurrkaða (í staðinn fyrir sykur).

    Like

    1. Sigurveig says:

      Takk fyrir það. Hirsigrautur hljómar vel. Prófa það einhvern tímann:)

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s