Þórir í Vísi

Síðasti starfsdagur Þóris Sigurbjörnssonar í versluninni Vísi er í dag.

Þetta frétti ég ekki fyrr en í gær og ég verð að játa að mér brá og ég varð döpur.

Ég leit við hjá honum í morgun. Þar voru staddir blaðamenn frá Fréttablaðinu að taka myndir.
Ég fékk ég þá til að smella einni mynd af okkur á litlu vélina mína
( þess vegna er þessi fína mynd af okkur saman hér fyrir ofan).

Þetta er – eftir því sem ég best veit – elsta starfrækta matvörurverslunun landsins.

Verslunin var stofnuð árið 1915, af þeim Sigurbirni Þorkelssyni, Hjálmari Þorsteinssyni og Guðmundi Ásbjörnssyni.
Árið 1943 tók Sigurbjörn Björnsson við – faðir Þóris. Þórir tók svo við eftir hans dag.

Þórir er því búinn að vera þarna lengi bak við borð og verður hans eflaust sárt saknað af fleirum en mér.

Þórir er alveg sérstaklega alúðlegur og viðkunnalegur maður og fyrir mig – og eflaust fleiri – er hann stór hluti af miðbæjarbæjarlífinu.

Ég hef átt við hann góð samskipti í gegnum árin.

Nú taka nýjir eigendur við og mér skilst að verslunin verði áfram rekin með svipuð sniði.
Það væri mikill sjónarsviptir ef svo reyndist ekki.

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s