Fljótleg steikarsamloka

í gær var ég með framfillet. Meira um það síðar:)

Ef það er afgangur – sem oft er – er þá kjörið að gera steikarsamloku daginn eftir.
Elda meira að segja stundum aukasteik til að gera samlokur daginn eftir.

Í fullkomnum heimi, hefði ég bakað brauðið í dag…líklega foccacia….en í þetta sinn hafði ég ekki tíma.
Hljóp því út í búð áðan og keypti samlokubrauð…

Hins vegar gerði ég majónesið-enda finnst mér svona majónes úr dós ekki sambærilegt við heimagert.
Það er líka fljótlegt og einfalt að gera majónes. Ég er ekki vön að mæla hvað ég nota mikið af olíu-en gerði það í þetta sinn.

Majónes:
3 eggjarauður-ég notaði brúnegg.
dash af hvítvínsediki..reyndar 2 “dösh”-eitt í byrjun og eitt fyrir rest.
300 ml bragðlítil olía(finnst ólívuolía of bragðmikil. Notaði ISIO núna).
safi úr 1/2 sítrónu
maldon salt og hvítur pipar

Rauðurnar í skál. Dash af hvítvínsediki útí. Hræra vel saman.
Svo olíuna útí smátt og smátt – láta hana dropa ofaní skálina og hræra á meðan.
Krydda með salti og pipar og svo annað dash og ediki og safinn úr sítrónunni útí fyrir rest.
Muna að smakka til. Misjafnt hversu sterkt fólk vill hafa majónesið…
Sítrónusafinn gerir það hvítara. Muna bara að hræra því hratt saman við fyrir rest – annars er bara fallegt að
hafa smá gulan lit á því finnst mér.

Meðan ég var að gera majónesið, steikti ég brauðið úr ólívuolíu á pönnu.
Það má vel sleppa því og rista það bara – það er að segja, ef maður á brauðrist…
Ég kaupi svo sjaldan brauð, að mér hefur aldrei fundist taka þvi að hafa svoleiðis “græju”.
Myndi bara þvælast fyrir mér í eldhúsinu. En það er að sjálfsögðu fljótlegra – en ekki eins djúsí…

Svo er bara að raða.

Setja smá majónes, næst salat, svo tómata, næst kjöt ( skera það þunnt )…svo setur maður sinnep á aðra brauðsneið og skellir þessu saman….

Verði ykkur að góðu:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s