Ekki soðinn og stappaður með smjöri og kartöflum ( þó svo stundum sé það bara ágætisréttur )
heldur með tómatsósu…ekki úr flösku samt…
Kartöflur
2-3 bökunarkartöflur
ólívuolía og maldonsalt.
Sker kartöflurnar í þunnar sneiðar – velti uppúr ólíuolíunni og maldonsaltinu og set í ofnfast mót.
Sett í ofninn við 180 gráður og látnar eldast þangað til “næstum því tilbúnar”.
Þá geri ég sósuna….
“Tómatsósa”
3 msk ólívuolía
1 laukur-smátt skorinn
2 hvítlauksrif
1 dós tómatar (ég notaði lífræna kirsuberjatómata frá Biona-en það er smekksatriði )
3 msk tómatpúrra
1 tsk sæt paprika ( sonnetor )
1/2 tsk “hot” paprika ( sonnentor )
cayenne pipar…ca.1/4 tsk
dash af hvítvínsediki
2 msk smátt skorið ferskt rósmarín
1 tsk sykur ( rífur upp bragðið )
Laukurinn smátt skorinn og mallaður á pönnu í ólívuolíunni.
Hvítlaukurinn smátt skorinn og settur útí.
Næst hvítvínsedikið og tómatpúran útí.
Því næst tómatarnir og sykurinn.
Látið malla.
Þarf ekki salt í sósuna-nóg salt í saltfisknum:)
Þar næst er það saltfiskurinn….
Saltfiskur
Saltfisknum velt upp úr hveiti með smá hvítum pipar útí.
Steiktur úr ólívuolíu á pönnu-bara rétt að láta taka lit
Samsetning……
Þegar kartöflurnar eru “eldaðar”…orðnar næstum því mjúkar – tek ég þær út.
Saltfiskurinn fer þar ofaná og þvínæst set ég sósuna yfir.
Set þetta svo allt saman inn í ofn á 180-200 gráður í c.a.15-20 mínútur ( fer eftir þykkt stykkjanna ).
Hlakka til að prófa þessa !
LikeLike