“Alvöru” hamborgari með cheddar og rauðlauk

Í kvöld var ég með “alvöru” hamborgara.
Það var bara einhvern veginn þannig dagur.

Ég ákvað að víst ég væri að þessu á annað borð, þá yrði að vera alvöru cheddar ostur.
Mér finnst það eiginlega verða að vera – þá er ég ekki að tala um þennan íslenska frá Osta og smjörsölunni.
Það má vel redda sér með honum – en ég ber þá ekki saman…

Hér kemur listinn yfir það sem ég notaði í Stórborgarann minn:)

200 gr hamborgari + hamborgarabrauð ( Kjöthöllin Skipholti )
( krydda bara með maldonsalti og hvítum pipar – steiktur úr ólívuolíu )

Cheddar ostur ( “alvöru” fæst amk í Ostabúðinni eða Búrinu )

Rauðlaukur í balsamik ( Matarkistan – fæst m.a. í Kjöthöllinni og Melabúðinni )

Salat ( stóð Veislusalat á pokanum…alls kyns tegundir blandaðar saman…)

Dijon sinnep – þetta klassíska.

Með þessu hafði ég svo ofnsteiktar kartöflur ( notaði lífrænar frá Móður Jörð ).
Þær eru alveg svakalega góðar…Fullt af hollustu í hýðinu.
Skar þær bara í fernt, velti uppúr maldonsalti og ólívuolíu og setti í vel heitan ofn…200-220 gráður.
Gleymdi að taka tímann….ca hálftími held ég…

Ég bjó svo til kokteilsósu með úr sýrðum rjóma (10% ) og tómatsósu.

3 msk sýrður rjómi
2 msk tómatsósa
1 tsk sæt paprika ( frá Sonnetor-fæst víða )

Hef verið að nota lífræna tómatsósu og ég ber hana ekki saman við þessa “venjulegu”.
Miklu meira tómatbragð – ekki eins sæt – rauðari og þykkari. Alvöru tómatbragð af henni.
Þessi sem ég er með er frá fyrirtæki sem heitir Biona.
Fæst víða – amk í Melabúðinni, Heilsuhúsinu og í Krónunni minnir mig líka.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s