Kálfakjöt að hætti Mílanóbúa

Eða Veal milanese….( í enskri þýðingu ) …..Scallopine á ítölsku…..borið fram með tómatsalsa, rauðlauk í balsamik og Dijon-sinnepi.

1 kg kálfasnitsel

Ég velti sneiðunum fyrst uppúr hveiti ( krydduðu með maldonsalti og hvítum pipar),
næst uppúr eggjablöndu ( egg og mjólk blandað saman )
og næst uppúr brauðmylsnu – ( blandaðri með parmesan og kryddjurtum )

Brauðmylsna m/parmesan og kryddjurtum

5-6 brauðsneiðar ( ca 200 gr )
ferskur niðurrifinn parmesan ( 100 gr )
flöt steinselja – mjög smátt saxað ( 2 -3 msk )
ferskt rósmarín – mjög smátt saxað ( 2 – 3 msk )
nýmalaður hvítur pipar

Brauðið er ristað – annað hvort í brauðrist eða ofni.
Passa bara að það sé orðið vel stökkt þegar það er svo sett í matvinnsluvélina.
Ef ykkur finnast molarnir of grófir – eða ekki nógu stökkir – þá má setja þá aftur í ofninn og mala þá svo aftur.
Passa samt að þeir verði ekki algjör mylsna.

Tómatsalsa m/shallotlauk

200 gr tómatar ( notaði lífræna tómata frá Akri – sjúklega góðir )
2 shallotlaukar ( ca 50 gr )
4-5 msk ólívuolía
2-3 msk hvítvínsedik
maldonsalt
nýmalaður hvítur pipar

Rauðlaukur í balsamik
Matarkistan – Fæst m.a. í Melabúðinni og Kjöthöllinni.

Veal milanese er oft borið fram með pasta.
Eins er gott að bera það fram með kartölumús eða sætri kartöflumús.
Svo má líka alveg hafa það bara svona og vera ekkert að flækja hlutina:)

Advertisements