Ótrúlega margt hægt að gera við þetta…bæði sem desert, á ostabakkann, með mascarpone osti,
útá jógúrt, ofaná svamptertubotn með rjóma…eða bara einar og sér…svo finnst mér sírópið sem verður til svo gott…
Ég notaði 4 perur. Mega alveg vera fleiri. Aðalatriðið er að vökvinn fljóti aðeins yfir perurnar þegar þær eru komnar í pottinn.
Hérna eru þær í pottinum…mjög uppteknar við að sjóða!!
Hér kemur svo uppskriftin:
4 perur – skrældar en heilar ( og enn með stilknum á )
500 ml bláberjasaft
( ef þið hafið “gleymt” af fara í berjamó og gera saft – eða ef það er búið – þá má fá alveg fína saft útí búð. Hef verið að kaupa hana í Melabúðinni – stendur á henni Íslensk hollusta )
500 ml kalt vatn
6-7 svört piparkorn
1 vanillustöng
5-6 neglnaglar
2-3 allspice korn
1 kanilstöng
5-6 kardimommur
6-7 kóríanderfræ
200 gr hrásykur
Allt sett í pott og látið sjóða.
Þegar perurnar eru orðnar mjúkar – þá er slökkt undir og látið kólna aðeins.
Perurnar svo teknar upp ( varlega ) og vökvinn látinn bullsjóða þangað til hann ca helmingur er eftir af honum.
Hann þykknar svo þegar hann kólnar. Ágætt að taka smá upp – setja í skál og í ísskáp, til að prófa hvort hann sé orðinn að sírópi. Sigta svo kryddin frá og setja í krukku. Gott með næstum því öllu… má meira að segja nota til að bragðbæta sósur…
Ég gerði panna cotta í gær og hafði perur og síróp með því…náði engri almennilegri mynd af því en hér kemur ein…
Eins og þið sjáið, þá verða þær fallega rauðar að utan en ljósari innan í …Minna mig alltaf dálítið á blóm:)