Þessi uppskrift er frekar “holl”.
Notaði engin egg, engar mjólkurvörur og lítinn sykur.
Hveitikímið sem ég bætti í deigið er sneisafullt af vítamínum, próteini, fitusýrum…
Það er alveg efni í annað blogg. En það er líka gott! Og hægt að bæta útí svo margt sem maður bakar og auka þannig næringarinnihaldið.
Þetta er bara lítill skammtur ( koma ca 9-10 meðalstórar lummur úr henni ).
Endilega tvöfaldið…eða þrefaldið skammtinn ef þið eruð fleiri en 2-3:)
100 fr fínt spelt
40 gr hveitikíkm
30 gr hrásykur
1 tsk vínsteinslyfitduft
1/2 tsk matarsódi
1 msk hunang
200 ml möndlumjólk
1-2 msk kókosolía ( brædd á pönnu og sett í deigið – meira til að steikja úr ).
Bláber útí deigið- fyrir þá sem vilja.
Öllu hrært saman og steikt úr kókosolíu á pönnukökupönnu.
Epli í “pönnukökubúning”
Epli ( kjarnhreinsuð og skorin í þunnar sneiðar )
Pönnukökudeig
Kókosolía
Kanill ( notaði lífrænan frá Sonnentor – ber hann ekki saman við annan kanil )
Steikti smávegis af eplum sem ég velti uppúr restinni af deiginu.
Hefði alveg verið til að steikja meira af þeim! Geri það bara næst…
Eplin sem ég var með eru reyndar frekar góð…
Hef verið að kaupa mikið af lífrænum eplum uppá síðkastið.
Var eiginlega alveg hætt að nenna að borða epli – fannst alltaf eitthvað aukabragð og skrítin áferð….og þykkt vaxlag utaná. En þessi eru ekki þannig. Þau eru mátúlega stór, sæt og “crunchy”….fæ þau víða – í heilsuverslunum, Melabúðinni, Græna hlekknum og ég hef meira að segja séð þau í Krónunni. Stendur á þeim Royal Gala – eru í 1 kg pokum og koma frá Argentínu.
Svo steikti ég líka epli bara bara ein og sér – ekki með deigi.
Þau voru líka ótrúlega góð. Setti svo smávegis af kanil yfir…nammi namm…
Bar þetta svo fram með bláberjum, eplunum og bláberjasírópi sem ég bjó til í gær og set í næsta blogg…..Ef þið getið ekki beðið eftir því, þá mæli ég með hunangi eða hlynsírópi…eða bara einar og sér – alveg nóg sætar svo sem – sérstaklega ef þið hafið sett mikið af bláberjum í þær:)