Eggjakaka með tómötum, mozzarella og basil

Tilvalið að henda í eggjaköku í hádeginu:)
Egg eru eitt af því sem mér finnst nauðsynlegt að eiga í ísskápnum.

3 egg ( ég notaði brúnegg )
50 ml mjólk
1/2 kúla af mozzarella ( 60 gr )
flöt steinselja – 2-3 stilkar eða eftir smekk ( má líka vel vera basil )
10 kirsuberjatómatar ( notaði lífræna fá Akri – bragðmiklir og góðir )
nokkur blöð af basil
herbamare – eftir smekk. Passa að láta ekki of mikið – má alltaf bæta við á eftir.
Ólívolía til að steikja úr.

Tómatarnir skornir í fernt.
Steinseljan smátt söxuð.
Mozzarella skorinn í bita – svona millistóra.

Öllu hrært saman og sett á pönnu með ólívuolíu yfir meðalhita.
Gott að hafa pönnu með loki svo að hún brenni ekki – sérstaklega ef þú ert bara með frekar stóra pönnu eins og ég
( þarf að muna að fá mér eina minni…man það alltaf þegar ég er að gera eggjaköku….)

Svo eru nokkur basilblöð skorin í ræmur og sett ofaná.

Svo er ekki verra að hafa gott brauð með.

Þetta er meira að setja gott sem álegg í samloku – fínt til að taka með sér í nesti:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s