Fiskur dagsins er lúða….

Ég var með stórlúðu í gærkvöldi.
Með henni hafði ég brún hrísgrjón með helling af grænmeti og sósu
með sólþurrkuðum tómötum.

Það er best að byrja fyrst á hrísgrjónunum.
Þau taka amk 30-40 mín.
Notaði brún stuttkorna hrísgrjón – fást í heilsuhillunum.

Ég skar niður….
1 lauk-smátt
1 stilk af sellerí-smátt
2 gulrætur-frekar smátt

Grænmetið setti ég í pott með smá ólívuolíu. Þar útí setti ég grjónin, því næst vatn.
Reglan er 1 bolli af grjónum á móti 2 bollum af vatni. Ég notaði 150 gr af grjónum.

Þegar grjónin voru alveg að vera tilbúin, setti ég einn poka af spínati beint útí (200 gr).

Næst undirbjó ég lúðuna….

Ég var með 3 stykki….eitt á mann. Það var afgangur, en ég gerði ráð fyrir því.

Köld lúða er alveg stórgóð í hádeginu daginn eftir – t.d. í salat.

Ég fann til fat – setti smá ólívuolíu, maldonsalt, nýmalaðan hvítan pípar og sítrónusafa í botninn.
Þar ofaná setti ég lúðuna og velti henni þar til hún var þakin olíublöndunni.
Því næst reif ég engifer smátt á rifjárni og dreifði ofaná lúðuna.
Stráði svo smá papríkudufti og cayenne pipar ofaná.

Sett lúðuna svo inn í ofn í ca 20-25 mínútur við 180 gráður.

Það verður að passa sig að elda lúðu ekki of lengi svo að hún þorni ekki.

Sósa með sólþurrkuðum tómötum og steinselju

1 dós sýrður rjómi – ég notaði 10%
sólþurrkaðir tómatar – smátt skornir og smá af olíunni af þeim líka
steinselja – smátt söxuð
sítrónusafi – safi úr svona 1/4 af sítrónu
hunang -1/2 tsk
herbamare – smávegis…eftir smekk
cayenne pipar ( sonnentor ) – á hnífsoddi
sæt paprika ( sonnentor ) – á hnífsoddi
turmeric – ( sonnentor ) – hnífsoddi

Hræra öllu saman.
Kom alveg svakalega vel út…setti bara pínulítið af hverri kryddtegund.
Alltaf auðveldara að bæta við kryddi en taka það frá;)
Enn og aftur – nota mikið krydd frá Sonnentor. Þau eru sérstaklega góð finnst mér.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s