Salat, silungur og Gúlagið

Kom ekki heim fyrr en klukkan 7 og planið var að fara í bíó klukkan 8….

Var sem betur fer með fullan bíl af grænmeti!

Vinkona mín fer oft og nær í grænmeti upp í Lambhaga og
hún hafði tekið með handa mér.
Fékk spínat, vatnakarsa, eikarlauf, íssalat og brakandi ferskt basil.

Bý vel að því næstu daga:)

Ég henti saman í salat með plómutómötum frá Akri, blöndu af
íssalati, eikarlaufi og basil frá Lambhaga.
Tætti smá mozzarella ost yfir og setti svo smávegis af ólívuolíu þar yfir.
Liggur við of einfalt til að kalla uppskrift en sjáiði litina!

Svo var kúmenbrauð frá Brauðgerðinni í Grímsbæ með taðreyktum silung frá Útey.
Ég kaupi oft brauðin frá Grímsbæ-nokkurn veginn einu brauðin sem ég kaupi.
Þau eru alvöru einhvern veginn-ekki svona loftfyllt “hveitigums” eins og mörg brauð eru.

Við fórum á myndina The way back, sem fjallar um
hrikalegt ferðalag nokkurra manna úr Gúlaginu í Síberíu.
Hálf skrítið að sitja í mátulega hlýjum sal með fulla flösku af sódavatni og fólk næstum því frjósa í hel á leið sinni um Síberíu og svo næstum þorna upp á leiðinni yfir eyðimörkina.
Myndin var annars mjög góð og vel þess virði að sjá hana.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s