Á alltaf sýrðan rjóma, túnfisk og egg.
Það er svona meðal þess sem er gott að eiga í ísskápnum finnst mér.
Hér kemur uppskrift af einföldu og hollu túnfisksalati sem tekur enga stund að henda saman.
1 og 1/2 dós sýrður rjómi – 10%
3 brúnegg -harðsoðin og skorin í bita (t.d. í eggjaskera )
2 túnfiskdósir ( í vatni )
1 laukur – mjög smátt saxaður
1 handfylli ferskur kóríander-smátt saxað
1 handfylli flöt steinselja-smátt saxað
herbamare ( jurtasalt ) – eftir smekk
klettasalat – eins mikið og maður vill….fullt af því og helst meira!!!