Gulur, rauður, grænn og penne….

….og svo parmesan yfir….

Þetta er einfaldasti réttur í heimi…og getur ekki klikkað…

Þetta þarf að eiga…

1 kúrbít ( zuccini )
1 box plómuberjatómata/kirsuberjatómata/konfekttómata
( ég var með lífræna frá Akri – ótrúlega safaríkir )
2 gular paprikur

Penne pasta

Ólívuolíu
Maldonsalt

Parmesan
Basil

Svona gerirðu….

Setur paprikurnar í mjög heitan ofn.
Þær eiga að verða svartar að utan – kannski ekki brunarústir, en svona næstum því.
Tekur þær út – setur plastfilmu yfir fatið og lætur þær “svitna”.
Þegar þær eru nógu kaldar til að höndla – þá tekurðu utan af og innan úr þeim og skerð þær svo í ræmur.

Ég átti þær reyndar tilbúnar inni í skáp síðan fyrir 2 – 3 dögum…notaði þær í salat.

Sniðugt að útbúa nokkrar paprikur í einu og eiga – geymast vel í ólívuolíu í lokaðri krukku inni í ísskáp.

Næst tók ég kúrbítinn – skar hann langsum og svo í sneiðar
( svona “milliþykkar”…álíka á þykkt og vísifingur:))

Setti svo kúrbítinn og tómatana í eldfast mót,
baðaði þá í ólívuolíu og maldonsalti og setti í ofninn í 20 -25 mínútur.
Ofninn var á hæsta…um 220 gráður.

Pastað sauð ég svo eins og maður síður pasta…í sjóðandi vatni með sjávarsalti og olíu:)

Skar basilblöð í mjóar ræmur…

Blandaði svo pastanu, grænmetinu og basilnum saman og reif smá parmesan yfir.

Þetta var ótrúlega fersk …og litríkt!
Nokkurs konar vorpasta:)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s