Suma dreymir um nýja bíla, hús, pelsa……mig dreymir um búr.
Ekki búr til að loka einhvern inni….hmm…heldur búr til að geyma mat í…”kalda geymslu”…
Það var svoleiðis heima þegar ég var lítil.
Reyndar var alltaf læst og lykillinn “vel” falinn….eða þannig….ég fann hann samt alltaf.
Trikkið var að borða bara lítið…bara eina eða tvær smákökur úr hverjum kassa, þannig að það sæist ekki.
Það var ekki alltaf auðvelt…
Í búrinu var eitt og annað. Aðallega smákökur, núggat ( svona “odense blod nougat” ) og stundum bjór.
Einhvern veginn var oft til bjór…Við ferðuðumst töluvert og það þótti held ég almenn
gestrisni að eiga bjór. Það voru líka alltaf sígarettur í boxi á stofuborðinu-af öllum gerðum-þó svo og hvorugt
foreldra minna reyktu. Og svo þurfti að sjálfsögðu alltaf að vera til Machintosh….
Smákökurnar mátti ekki borða fyrr en á jólunum.
Svo komu jólin með öllum þeim mat sem þeim fylgir…og einhvern veginn gleymdust smákökurnar…
og voru á endanum borðaðar grjótharðar fram á vor.
Svo man ég að á tímabili voru til óendanlegar birgðir af núggati af einhverjum ástæðum.
Ég held að mamma hafi ætlað að gera eitthvað úr núggati, keypt það, gleymt að hún átti nóg…og svo keypt meira.
Það kláraðist reyndar á endanum. Mamma og pabbi voru á ferðalagi og ég og vinkona mín vorun einar í húsinu.
Við vorum að læra undir próf – kláruðum peningana sem við fengum til að lifa af frekar fljótt…( ekki alveg búnar að læra að kaupa inn skynsamlega )…..
Lifðum svo á núggati og grjónagraut næstu vikuna eða tvær.
Við náðum öllum prófum og lifðum þetta af – en ég verð að játa að ég gat ekki séð núggat í dálítinn tíma á eftir.
Stundum koma tímabil þar sem maður kaupir eitthvað ákveðið af því maður heldur að það “vanti”.
Fattar svo þegar heim er komið að það var til nóg…Ég er núna á svona “túnfisktímabili”.
Held að það vanti túnfisk-er ekki viss – veit að hann skemmist ekki og kippi með 2-3 dósum til vonar og vara.
Kannski er þetta undirmeðvitundin að segja mér að fá mér kött?
Nema að mér finnist bara túnfiskur góður?
Mamma kom svo með núggat hingað til mín um daginn.
Hún hafði ætlað að gera eitthvað gott úr því fyrir jólin en keypt of mikið…við Kári gerðum svo konfekt hérna í gær.
Svo sem ekki flókið…bræddum saman 200 gr af dökku súkkulaði og 100 gr af núggati.
Settum svo “Weizen poffies” útí…það er svona “poppað hveitikorn”…veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það betur.
Fæst í heilsuhillunum…er líka til svipað undir heitinu “Honey pops” og er til í kornflekshillunum:)
Kári lét þetta vandlega með teskeið í lítil form – og setti það svo í ísskápinn.
Úr þessu varð alveg ágætis konfekt.
Verst að það kláraðist allt áður en ég náði mynd….verðið bara að prófa sjálf – eða – leyfa börnunum að spreyta sig í konfektgerðinni:)