Lambakjöts-salatið úr 1001 nótt….


…..eða allavega eitthvað í þá áttina…:)

Ég fór í Kjöthöllina í Skipholti áðan og náði mér í 2 gullfalleg innanlæri.

Var ekkert búin að hugsa hvað mig langaði að gera við kjötið, en fattaði að ég var í dálítið arabísku skapi – þrátt fyrir að vera frekar sein fyrir í eldamennskuna.

Ég byrjaði á því að blanda kryddunum saman við olíuna og sítrónuna og nuddaði því svo á lambið. Leyfði því svo að marinerast í 1 klst.
Mætti vel marinerast lengur – hafði bara ekki meiri tíma….
Örugglega ekki verra að leyfa því að marinerast yfir nótt….

Ég var með 2 innanlæri – ca 800 gr

Marineringin……

1/4 tsk kóríander
1/4 tsk kardimommur
1/4 tsk allrahanda
1/4 tsk kúmen
1/4 tsk cayenne pipar
1/4 tsk svartur pipar – malaður
1 tsk kanill
1 tsk sæt paprika ( sonnentor )
1 tsk maldonsalt

4-5 msk ólívuolía
safi úr 1/2 sítrónu

Þetta setti ég fyrst í eldfasta mótið….

3 laukar
1 stór bolli apríkósur( 2 lúkur ca )

1 teningur grænmetiskraftur
ca 200 ml soðið vatn

Ég skar laukinn – hvern um sig í fernt – og setti í eldfast mót.
Þar ofaní setti ég apríkósurnar – bara í heilu ( má alveg skera þær í minni bita ). Því næst setti ég vökvann ( vatn og grænmetiskraft ) yfir.

Lambið brúnaði ég svo á pönnunni og setti ofaná laukinn og apríkósurnar.
Setti lokið á fatið og svo inn í ofn í um 30 mínútur á 150 gráður.

Eftir 30 mín, tók ég lambið út en setti fatið aftur loklaust inn í ofninn í ca 10 mínútur.
Laukurinn var ekki alveg nógu meir orðinn og svo er gott að leyfa lambinu að hvíla sig aðeins:)

Á meðan gerði ég kús-kúsið….

Sauð vatn með súputening ( má vera grænmetiskraftur eða kjúklingakraftur )
Setti kús kúsið útí og hrærði.
Stendur vanalega á pakkanum hversu mikið vatn á móti kús kúsinu…ca 1/3 kús kús og 2/3 vatn.

…og svo bara smávegis af ferskum kóríander ofaná….

Verði ykkur að góðu:)

Ég er núna farin að vaska upp áður en ég sest inn í stofu með tebolla og turkish delight með rósabragði….
og horfi á Masterchef;)

One Comment Add yours

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s