Eggjakaka með spínati, reyktum silung og kryddjurtum

Ég fór áðan og náði í helling af grænmeti – spínat, kryddjurtir, vatnakarsa…

Ég á eiginlega alltaf egg og yfirleitt silung…..og þegar við bættist svona gott grænmeti, þá var ekki spurning hvað ég vildi í kvöldmatinn.

Það má líka gera góða bökuskel og nota þetta sem fyllingu…

Eggjakaka með spínati, silung og kryddjurtum……

5 stór egg
1 dós fetaostur ( hella allri olíu af )
1/2 stór dós kotasæla ( 250 gr )
50 ml rjómi

Maldonsalt ( þarf bara pínulítið – innan við teskeið og varla það )
Nýmalaður hvítur pipar

1 flak reyktur silungur ( ég var með birkireyktan silung frá Útey – skorinn í bita )

2-300 gr spínat ( skera það eða rífa bara gróft og setja útí eggjablönduna )

Ferskar kryddjurtir – hellingur….
Ég notaði – timían, graslauk og steinselju.
Ætli þetta hafi ekki ca 5-6 kúfaðar matskeiðar þegar ég var búin að saxa allt frekar smátt.

Svo tók ég eldfast form – hringlaga – ekkert alltof stórt – og bar smá ólívuolíu innaní það.

Setti svo blönduna í fatið og inn í ofn.

Tekur svona 50- 60 mínútur við 190 – 200 gráðu hita.
Fer dálítið eftir ofnum – en það er frekar auðvelt að sjá þegar þetta er tilbúið
( prófið bara að koma við eggjakökuna í miðjunni til að sjá hvort hún sé til – svona eins og maður gerir til að athuga hvort kaka sé bökuð ).

Með þessu hafði ég sólkjarnabrauð frá Grímsbæ og sósu sem ég gerði úr vatnakarsa, sólþurrkuðum tómötum og sýrðum rjóma.

1 dós sýrður rjómi
1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar ( og eitthvað af olíunni úr krukkunni )
1 búnt vatnakarsi

Ég nota mikið sólþurrkaða tómata og eins ólívur frá fyrirtæki sem heitir Montanini.
Fæst í heilsuhillunum og víðar….algjört sælgæti. Hef allavega ekki fundið betri tómata eða ólívur hér heima.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s