Þetta “ferlíki” varð til hérna um daginn – alveg óvart.
Þetta eru nú bara pönnukökur…settar saman með bræddu súkkulaði og núggati.
Hér datt inn fólk í súpu ( guð hvað þetta gæti misskilist….)
– bara svona nánasta fjölskylda reyndar – en sama samt.
Þau eru líka fólk;)
Langaði að hafa desert, en hafði lítinn tíma til að pæla í honum.
Tekur alltaf litla stund að baka nokkrar pönnsur og svo er restin bara púsluspil:)
Bræddi 200 gr af dökku súkkulaði og 100 gr af “blod nouggat” og raðaði svo bara…
Smá þeyttur rjómi með….og desertinn tilbúinn….