Chilli con carne….

Í Kjöthöllinni Skipholti er hægt að panta sérstaklega gróft nautahakk.
Það er svo til alveg fitulaust, þannig að það rýrnar eiginlega ekkert.

Það passar alveg sérlega vel í Chilli con carne.
Eins er gott að gera úr því hamborgara til að skella á grillið í góða veðrinu:)

Ég tek það fram að þessi uppskrift hér fyrir neðan er dálítið stór – sérstaklega ef þið hafið hrísgrjón, tortillakökur, sýrðan rjóma, guacamole og rifinn ost með….

Við vorum 7 hér í mat í gærkvöldi ( 5 fullorðnir og 2 börn ) og það er alveg hellings afgangur….Svo sem ekki verra daginn eftir og ef fólk vill, þá má vel frysta þetta og eiga til góða síðar.

Í dag gerði ég svo burritos úr restinni.

Setti bara smá sýrðan rjóma inn í tortilla köku, chilli í miðjuna, smá af rifnum osti innaní – rúlla upp…smá rifinn ost yfir…og inn í heitan ofn í smá stund….

Hér kemur svo uppskriftin……

1,5 kg grófhakkað nautakjöt
4-6 laukar ( var með 6 frekar litla )
6-8 rauður chilli ( eftir stærð og smekk )
Ólívuolía- botnfylli í pottinn….má bæta við ef þarf
4 dósir hakkaðir tómatar
1 krukka (200 gr) tómatpúrra
3-4 tsk cayenne pipar ( sonnentor )
2-3 msk sætt paprikuduft ( sonnentor )
2 teningar af nautakrafti
smávegis maldonsalt
Smávegis vatn….fyllti cirka eina dós undan tómötum af vatni og bætti útí.

3-4 dósir af baunum – settar útí í lokin.

Ég var með 2 dósir af pintobaunum og eina af svörtum baunum.
Má vel vera bara pintobaunir eða bara svartar baunir….Sumir nota nýrnabaunir, mér finnst það ekki eins gott en það má vel nota þær í “neyð”.

Laukur og chilli skorin mjög smátt.
Passa að taka fræin innan úr chilli-inu….og passa að koma ekki með hendurnar nálægt augunum á sér eftir að búið er að skera þetta! Það er alveg ótrúlega sárt….

Ólívuolían í pott – laukurinn og chilli-ið þar útí og látið malla smá eða “glærast”…
Því næst er nautahakkið steikt – kryddað með smá maldonsalti, cayennepipar, papriku og tómatpúrru.
Þarf ekki að setja allt kryddið strax – gott að smakka bara til þegar þetta er búið að malla smá. Misjafnt hvað fólk vill hafa þetta sterkt.

Ég hafði líka Tabasco sósu á borðinu ef ske kynni að einhverjr vildu hafa þetta sterkara.

Þegar hakkið hefur brúnast, er tómötunum bætt saman við.

Svo er allt látið malla í pottinum í 45-60 mínútur.

Þá er baununum bætt útí og allt látið hitna í gegn.

Ég notaði tómata, púrru og baunir frá Biona.
Eins er til góður lífrænn kjötkraftur frá fyrirtæki sem heitir Kallo sem mér finnst gott að nota. Eru líka til grænmetis, kjúklinga og sveppakraftur frá því – allt lífrænt.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s