Búllan…

Eða Skeifan eins og staðurinn heitir í mínum huga.

Finnst alltaf dálítið skrítið að fara á Hamborgarabúlluna…svona eins og að fara í tímavél aftur á bak og smá til hliðar…

Var svo til alin upp í þessu húsi….sat þar fyrir innan borð og teiknaði,
meðan ég beið eftir að mamma og pabbi kláruðu vinnudaginn.

Oft sat ég þar ein og dútlaði mér, en það sem var þó skemmtilegra var þegar æskuvinur minn, Stefán Jónsson frá Möðrudal, kom að teikna með mér. Pabbi skammaði okkur stundum. Við áttum það til að krota út allar reikningsbækurnar….
Það voru nefnilega allir í reikning – komu svo um mánaðarmótin og borguðu ( eða svona flestir ).

Ég var frekar ákveðin sem barn ( hóst hóst ), og oft og iðulega var ég að reyna að kenna honum Stefáni að teikna.
Hann var svo aftur að reyna að kenna mér að teikna…og við rökræddum þetta fram og tilbaka.

Amma bakaði kleinur sem þarna voru seldar og þóttu – og þykja enn hjá þeim sem til þekkja – bestu kleinur í heimi.
Ég hef aldrei fengið sambærilegar kleinur….þær eru bara ekki til.
Á reyndar uppskriftina, og hver veit nema ég prófi að gera þær einhvern daginn.
Hér á veggnum í eldhúsinu mínu hangir líka gamla kleinujárnið hennar ömmu.
Það er kannski ekkert skrítið að mér verði oft hugsað til hennar þegar ég er að baka….

Pabbi smurði heilu fjöllin af samlokum sem hurfu jafnóðum og þær fóru í borðið.
Ég held að pabbi hafi “fundið upp” rækjusamlokuna…man allavega ekki eftir þeim annars staðar á þessum tíma.

Það var alltaf biðröð við borðið – einhver að fá kaffi, samlokur, kleinur…eða bara að spjalla.

Á páskunum var þetta eini staðurinn í bænum sem var opinn lengi vel og þá var frekar mikið að gera.
Ég var ekki mjög hávaxin þegar ég var farin að klifra uppá goskassa til að fá að hjálpa til við afgreiðsluna.

Ég á margar góðar minningar úr þessu húsi.

Það voru ekki margir kaffistaðir í bænum á þessum árum. Eða veitingastaðir.
Þarna safnaðist alls kyns fólk sem ég var svo lánsöm að fá að kynnast – jafnvel þó það væri aðeins sem barn.

Ég eldaði sem sé ekki lúðuna sem ég ætlaði að vera með í kvöld, heldur fór og fékk mér Búlluborgara og smá flashback af bernskuminningum í desert. Hvort tveggja rann ljúflega niður:)

2 Comments Add yours

  1. Helga says:

    Enda er góður andi í húsinu og góðir hamborgarar

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s