Hér kemur einn ótrúlega einfaldur og góður réttur.
Í raun er pastað bara gott eitt og sér – lúðan er bara með ef maður vill.
Lúðan….
Var með 3 stykki – setti þau í eldfast fat – bara smá ólívuolíu og maldonsalt…
190-200 gráður…þangað til þau eru til!
Á meðan sauð ég pastað og gerði pestóið….
Avókadó-pestóið….
2 þroskuð avokadó
1 skál/búnt kryddjurtir…basil, kóríander, steinselja og timían…
70-80 gr valhneturkjarnar
2-3 msk ólívuolía
2-3 hvítlauksrif
3-4 msk fínt rifinn parmesan
Smá maldonsalt og hvítur nýmalaður pipar
Ég setti allt saman í matvinnsluvél – nema valhneturnar og parmesan.
Valhneturnar setti ég útí þegar allt var farið að blandast vel saman – þarf að vera smá “crunch” í þessu, þannig að ég vildi ekki að þær færu allar í mauk.