“Spicy” svínakótilettur með sætu rótargrænmeti

“Spicy” svínakótilettur…

6 kótilettur – var með 1,4 kíló – á beini
Skar af þeim mestu fituna – má alveg vera eitthvað eftir samt.

“Marineringin”

Safi úr einni appelsínu

1 msk ferskur timían – eða 1 tsk þurrkaður

2 tsk maldonsalt
1 tsk cayenne pipar
1 tsk sætt paprikuduft (Sonnentor)
1 tsk kanill
1 tsk allrahanda
1 tsk svartur pipar – grófmalaður
1/2 tsk kardimommur
1/2 tsk negull
1/4 tsk múskat

Það má vel láta þetta marinerast lengur….var bara að flýta mér.
Væri eflaust ekki verra að leyfa þeim að marinerast í einhverja klukkutíma – jafnvel yfir nótt….

Þegar grænmetið var alveg að verða tilbúið, hitaði ég pönnuna vel – setti smá olíu á hana og steikti kótiletturnar.

Ofnbakað rótargrænmeti með hlynsírópi…..

Tekur 60 – 70 mínútur í ofninum.

Það er ágætt að setja gulræturnar og rauðrófurnar í ofninn fyrst og bæta sætu kartöflunum svo seinna við – eftir sirka hálftíma.
Ég setti allt saman, af því mér finnst gott að hafa sætu kartöflurnar mjúkar og restina af grænmetinu aðeins stökkara.
Bara smekksatriði:)

Ég skrældi grænmetið og skar það til. Gulræturnar hafði ég heilar, rauðrófur og sætu kartöflurnar í svipaðri stærð.
Ég blandaði saman olíunni, hlynsírópinu og maldonsaltinu og dreyfði því svo vel yfir allt grænmetið

400 gr gulrætur
400 gr rauðrófur
400 gr sætar kartöflur

50 ml ólívuolía
100 ml hlynsíróp
1 tsk maldonsalt

Með þessu hafði ég eplamús úr krukku.
Þar ekkert að vera – en samt dálítið gott að hafa hana með…

4 Comments Add yours

  1. Soffía says:

    Settir þú kótiletturnar líka í ofninn með grænmetinu eða steiktir þú þær bara á pönnunni? Barðir þú þær fyrst? Mér finnst svínakótilettur nefnilega oft verða svo stífar nema maður ofnsteiki þær.

    Like

    1. Sigurveig says:

      Ég gerði ekkert við þær…steikti þær bara.
      Veit hvað þú átt við með að þær geti orðið harðar…og þurrar…Held að málið sé bara að passa tímann og fá gott hráefni.
      Var með þær á hæsta hita og leyfði þeim ekkert að “malla”.
      Marineringin var ótrúlega sterk og góð – nyti sín eflaust líka vel úr ofninum.

      Like

  2. Soffía says:

    Ok. Hljómar ótrúlega einfalt. Takk fyrir upplýsingarnar. Ætla að prófa þetta um helgina.

    Like

    1. Sigurveig says:

      Gaman að heyra það:) Vona að þér líki þær:) Virkar örugglega líka vel á grillið í sumar – er alltaf svo hrifin af “vel krydduðum” mat. Skiptir miklu máli.

      Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s