Setti kjúkling í ofninn, sauð hrísgrjón og gerði sósuna.
Tekur líka bara 5 mínútur að búa hana til.
Það eina erfiða við þessa uppskrift er að passa sig að vera ekki búinn með sósuna þegar restin er klár!
Satay sósa…..
1 krukka “crunchy” hnetusmjör
( krukkan er 340 gr – ég var með lífrænt frá Whole earth-enginn sykur í því )
1 dós kókosmjólk ( lífræn frá Biona )
1 laukur
3-4 hvítlauksrif (eða 1/2 svona “heill” hvítlaukur )
Ferskur engifer – smábiti ( svipað magn og af hvítlauknum…kannski aðeins meira )
1 meðalstór rauður chillipipar
6 matskeiðar af sojasósu ( var með Shoyu sojasósu frá Sanchi )
Reif laukinn, hvítlaukinn og engiferinn fínt á rifjárni.
Setti restina af hráefnunum samanvið og hitaði.
Tilbúið!!
Sojasósa er ótrúlega mismunandi…má vel nota einhverja aðra gerð, það er bara smekksatriði – bætið henni þá bara útí smátt og smátt þangað til þið eruð sátt