Pizza á Horninu og ísbíltúr í rigningu…

Fór í gærkvöldi að borða á Horninu…eins og svo oft í gegnum árin.

Fór þangað oft með mömmu og pabba þegar ég var lítil og svo núna með Kára.
Velti því fyrir mér hvort hann eigi eftir að fara með börnin sín þegar hann verður stór?

Ég geri ráð fyrir að flestir hafi átt leið þar í gegn einhvern tímann í gegnum árin og jafnvel hugsað það sama og ég. Þarna eru vínflöskurnar í tágakörfunum enn í horninu – og pizzurnar standa alltaf fyrir sínu. Það er stundum gott að geta gengið að einhverju vísu – segi nú ekki þegar kemur að einhverju jafn mikilvægu og mat!! Það finnst mér allavega….

Kom svo við í ísbúð á leiðinni heim…fékk mér einn með dýfu…

Ætli við eigum ekki met í ísáti?
Hvar annars staðar í heiminum er alltaf einhver inni í ísbúð að versla -jafnvel í versta roki og rigningu?

Ég held samt að ísbúðareigendur ættu að athuga eitt – það eru stærðirnar á ísunum!

Ég er eiginlega komin á það að “Lítill” sé mátulegur. Hann er eiginlega í sömu stærð og maður gerir ráð fyrir að “stór” ætti að vera. Ég pantaði mér stóran um daginn – en hann lagðist á hliðina. Stúlkan ætlaði að skella honum í box – hef lent í þessu áður – en það drepur eiginlega tilganginn með ís í brauðformi finnst mér.
Ef mig langar í ís í boxi, þá panta ég mér svoleiðis.

Maður pantar ís í brauðformi af því maður vill halda á honum – til dæmis er ekki hægt að borða ís í boxi meðan maður keyrir…jú..það er hægt…en frekar erfitt…segi nú ekki ef síminn hringir líka…haha…

Íslenskur ís er ágætur…þessi í vélunum..en ég hef enn ekki fengið almennilega kúluís á þessu landi. Eins skil ég ekki hvernig nokkur getur látið inn fyrir sínar varir ís í boxum sem er hægt að kaupa úti í búð. Var að skoða utan einn slíkan um daginn – man ekki hvaða tegund það var. Jurtafita…Jurtafita?? Af hverju? Af hverju er ekki hægt að gera almennilegan ís úr mjólk, rjóma, eggjum? Með alvöru bragði – ekki gervilegum bragðefnum.

Hefur ís í boxum alltaf verið gerður svona? Var hann ekki eitthvað skárri?
Ég man eftir ís sem var í pappa – var svo tekið utanaf…ekki boxum sem sé…
Þeir sem eru orðnir jafngamlir mér…eða eldri…muna kannski eftir honum.
í minningunni er hann allavega skárri – held að það hafi ekki verið til eins mikið af ruslefnum til að bæta við “í gamla daga”….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s