Sleepless in Seattle….Pike place market….

Kom til Seattle í gær…klukkan var 17.30 hér og 7 timum meira – eða um 00.30 heima.
Síðasta nótt var því dálítið “sleepless” og það má segja að ég sé ekki alveg lent…

Vaknaði á tveggja tíma fresti í alla nótt og fór á endanum framúr um 7 leytið…leið eins og ég hefði sofið af mér daginn, en svo er víst ekki…

Var því í komin tímanlega á stóra matarmarkaðinn sem er hérna í næstu götu.
Þar er mikið líf og fjör og eins eru margar skemmtilega gourmet búðir hér í kring sem ég algjörlega eftir að hella mér í næstu daga.
Verð hér í 3 daga og held svo áfram ferðalaginu.

Hér eru nokkrar myndir af því sem fyrir augu bar…myndir segja meira 1000 orð

This slideshow requires JavaScript.


Það lá við að ég næði mér í prímus og skellti mér í næsta garð til að elda…en ég lét það vera í bili.
Lét duga að prófa krabbakokteilinn, möndlur með kanil og súkkulaðihúðuð kirsuber.

Er engan veginn búin að ná að skoða allan markaðinn…Kom hérna inn á herbergi að hvíla mig smá, en er nú á leiðinni að fara og skoða mig aðeins betur um. Spurning hvort ég fái mér ekki kaffi á fyrsta Starbucksstaðnum sem er hérna í næstu götu? Held að mér veit ekki af einum tvöföldum áður en ég held lengra….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s