Í gærmorgun náði ég mér í morgunmat hér
Þetta er pínulítill staður – og það var biðröð. Ekki löng – kannski 2 mínútur, enda gekk afgreiðslan hratt fyrir sig.
Þarna var einn maður á fullu að skera deig og henda inn í ofn til að anna eftirspurn, á meðan tvær konur afgreiddu svanga viðskiptavini. Pantaði þarna 3 “piroshky” með fyllingu….marsipan…kanil og kardimommum…og birki og kanil…. Var ekki alveg í stuði fyrir kjöt og kartöflur í morgunsárið.
Síðar um daginn fór ég svo of fékk mér chowder á Pike place chowder
Fór reyndar á staðinn í Pacific place mall. Vorum að skoða hvað væri í bíó og rákumst þar á þennan stað.
Var svo að skoða eitthvað á tripadvisor.com áðan og sá að Pike place chowder er númer eitt af veitingastöðum hér og Piroshky númer 15. Það er svo sem ekki alltaf að marka tripadvisor, en var það greinilega í þetta sinn.
Annars er mikið úrval af skemmtilegum stöðum hérna – allavega á því svæði sem við erum.
Á eftir að skoða mig meira um á morgun – það voru allir hálf búnir á því eftir ferðalagið og tímamunirnn enn að segja til sín. Erum hér í 3 daga áður en lengra er haldið, þannig að það verður að nýta næstu 2 daga vel….
Virkilega skemmtileg sida hja ter. Fylgist med af ahuga.
LikeLike
Takk fyrir. Gott að heyra það:)
LikeLike