Meira Piroshky, smá Space needle og fullt af tónlist…

Sofnuðum aðeins of snemma í gærkvöldi…sem þýddi að það var vaknað aðeins of snemma í morgun.
Ég get staðfest það, að á sunnudagsmorgni í Seattle eru ekki margir á ferð snemma að morgni – aðallega eru það útigangsmenn og svo einstaka skokkarar. Klukkan 8.00 var ég sem sé komin á Piroshky og 8.05 á Starbucks þar við hliðina (sem er fyrsti Starbucks-staðurinn).

Það hefur alveg sína kosti að vera svona snemma á ferðinni – það er að segja – það var svo til engin röð á þessa tvo staði þessum tíma dags – ólíkt því sem var seinna um daginn þegar ég átti þar leið framhjá aftur..

Eftir það gengum við sem leið lá í átt að Seattle Space needle – sem þýðist eflaust Geimnálin… Fórum þar á ógnarhraða upp í lyftu sem var utaná “húsinu” og var með vægast sagt miklu útsýni….Rifjast alltaf upp fyrir mér þegar ég er í svona glerlyftum að ég er hálf lofthrædd….

Skoðuðum þarna yfir borgina í allar áttir. Leit mjög vel út…

This slideshow requires JavaScript.

Þarna er meðal annars mynd af Kára við það sem ég kalla “augnsjúkdómatæki”….
Langar ekkert svakalega mikið að setja augun á mér þarna við…Líkurnar eru kannski litlar og óþarfi að skemma þetta fyrir barninu….Hann fattar þetta vonandi sjálfur seinna…:)

Svo er þarna mynd af Space Needle drykkjarmáli sem hin leiðilega móðir vildi ekki kaupa….

Svo héldum við á mjög skemmtilegt safn um tónlist þarna rétt við Space Needle…
Reyndar varla hægt að kalla þetta safn – var miklu meira og annað en það.
Þarna var saga rafmagnsgítarsins rakin, eins var herbergi með ýmsu til minningar um Jimi Hendix og annað um Nirvana – en bæði Hendrix og Nirvana eru frá Seattle.

Á myndunum hér fyrir ofan er meira að segja miði á Woodstock….þannig að ef einhver á tímavél og ákveður að skella sér – þá er allavega til einn ónotaður miði….

Það sem var samt skemmtilegast var að fá að prófa hljófærin sjálf…
Fórum meira að segja í gítartíma og lærðum nokkur grip…

Ég er ekki frá því að ég ætli að fá mér trommusett þegar ég kem heim…hmm….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s