The Crab Pot og Inn At The Market

This slideshow requires JavaScript.

Fengum fullt af skelfisk “á borðið”.
Fengum líka “hamar” til að opna krabbann. Mjög brútalt – og ekki fyrir pjattaða.

Duttum þarna inn óvart. Leit ekkert svakalega líflega út að utan – en var alveg troðið inni og staðurinn var mjög stór.

Maturinn var ágætur – hráefnið ferskt og gott…og bara svona eins og það var.
Ágætis upplifun – Kári skemmti sér mjög vel – var að “rannsaka” kræklingana og hálfkryfja þá fyrir rest. Eiginlega engin leið að leika sér ekki að matnum þarna:)

Það var annars ekki mjög líflegt hér á sunnudagskvöldi….
Vorum svo sem ekki að leita að miklu fjöri – hugsuðum um að fara í bíó, en meikuðum það svo ekki. Þannig að það var alveg nóg fjör fyrir okkur þetta kvöld! Kannski meira fólk á ferðinni önnur kvöld vikunnar…veit það ekki.

Annars hef ég séð dálítið mikið af útigangsfólki í Seattle.
Finnst það vera meira en í öðrum borgum sem ég hef verið í.
Veit ekki hvað veldur – hvort þetta var tilfallandi – eða hvort ástandið hafi versnað hérna…Tók mikið eftir því – bæði þegar við vorum á ferðinni um morguninn og eins um kvöldið.

Erum annars á fínu hóteli. Mæli alveg með því.
Er alveg við markaðinn og mjög miðsvæðis.

Heitir Inn At The Market

Höldum annars héðan á eftir og til San Fransisco.
Farin að pakka:)

2 Comments Add yours

 1. Guðný Hafliðadóttir says:

  Gaman að lesa bloggið þitt ALLTAF :) Knús og kveðja.

  Like

  1. Sigurveig says:

   Takk fyrir það kærlega:) Bestu kveðjur til þín;)

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s