Á göngu um San Francisco….hluti 1…

Það er svo margt sem maður gerir á einum degi í svona skemmtilegri borg að það er engin leiða að koma því öllu í eina færslu! Hér kemur sem sé smá hluti….

Þetta fannst Kára mjög spennandi….eldur í jörðinni!
Reyndist ekki alvarlegt í þetta sinn…líklega einhverjir rafgmagsnvírar sem hafa brunnið.

Reyndar var mikill eldur hér og jarðskjálfti árið 1906sem hafði miklar og víðtækar afleiðingar.
Þetta var sem betur fer ekki byrjunin á neinu slíku…

Janet Jackson virðist vera með tónleika hérna…2 daga í röð sýnist mér.
Eini aðdáandinn kominn í röðina til að tryggja sér miða….
Hann hefur meira að segja komið með stól með sér ef hann þyrfti að bíða lengi í mannmargri röð…

Það er ekki oft sem maður sér veitingastað með gulum varúðarborðum í kring!
Kára datt í hug að kannski væri maturinn svona slæmur þarna….
Ef þið kíkið á myndina, þá má sjá okkur við myndatökuna hinum megin við götuna.
Tilhugsunin um “Víetnamskar samlokur” með varúðarborða heillaði ekki….

Ekki veit ég hvaða hús þetta er…en það er frekar ljótt….frekar mikið ljótt meira að segja…

Hér fengum við ágætis hamborgara….Finn því miður enga heimasíðu.
Var ágætt að komast þarna í sólríkan garði og slaka aðeins á…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s