A.G.Ferrari…..
Hér má fá ágætis hádegismat. Fór á staðinn í Castro á göngu minni þar í gær. Fór reyndar hingað síðast þegar ég var hérna líka.
Hægt að velja sér eitt og annað úr borðinu, sem er svo hitað upp ef maður vill borða matinn á staðnum.
Afgreiðslan tekur stuttan tíma og maturinn var ferskur og góður. Hér er svo matseðillinn.
Annars er gaman að ganga um Castro.
Castro er talið fyrsta “gay” hverfi Bandaríkjanna og er það stærsta.
Hverfið á sér langa sögu sem má lesa um í linknum hér fyrir ofan.
Margir gluggarnir eru frekar skrautlegir.
Eins og til dæmis þessar hér sem virðast vera á heimili einhvers
“Ken aðdáanda”…
Hér koma svo nokkrar blómamyndir. Þær eru líka teknar í Castro:)