Venice Beach

This slideshow requires JavaScript.


Á Venice Beach er að finna litríkt mannlíf, svo vægt sé til orða tekið.
Margir hafa verið þarna í allavega 30-40 ár og sumum getur maður víst séð bregða fyrir í ýmsum myndum og þáttum – en Venice á sér mun lengri sögu. Eins og með marga staði hér í LA, er það að koma á þessa strönd dálítið eins og að labba inn í kunnuglega senu í einhverjum af þeim ótalmörgu þáttum sem maður hefur séð í gegnum tíðina.
Margir “karakterarnir” sem eiga sér samastað þarna eru mjög oft notaðir sem aukaleikarar í þáttum – enda mjög skrautlegir margir ( kann aldrei við að taka myndir af fólki…en langaði mikið að smella nokkrum af þarna…): Það er t.d. þarna sem löggurnar fara ( í þáttunum amk ) til að hitta uppljóstrarana. Þarna rétt hjá er hið fræga Gold´s gym og svo er þarna Muscle Beach. Arnold Schwarzenegger hefur æft á báðum stöðum og hóf víst feril sinn þarna. Það má segja að Body building “æðið” hafi byrjað þarna á áttunda áratugnum. Á Muscle Beach ( sem er eins og hluti af Venice Beach ) er líka að finna hjólabretti, körfuboltavelli, tennisvelli og ýmislegt fleira.
Á Venice Beach getur maður fengið frítt”evaluation” til að athuga hvort maður eigi rétt á marijuana í lækningaskyni….
Margir sem þarna eru á ferðinni virðast einmitt hafa komist í gegnum svoleiðis “athugun” á einhverjum punkti….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s