Dagur Jarðar

Dagur jarðar er haldinn þann 22.apríl víða um heim.

Hann var fyrst haldinn í Bandaríkjunum árið 1970 og má segja að hann hafi verið ákveðið upphaf í umræðunni um umhverfismál.
20 milljón Bandaríkjamenn tóku þátt í þessum fyrsta Jarðardegi. Árið 1990 var hann svo haldinn alþjóðlega.

Það er talið að amk 183 lönd taki þátt í að halda upp á þennan dag – og fer sú tala vaxandi.

Vonandi tekst einhvern tímann að halda hann hér á landi líka – enda ekki vanþörf á.

Tilgangurinn með Degi Jarðar er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið og hvaða lausnir sé að finna til að sporna gegn mengun og umhverfisspjöllum.

Hér koma nokkrar myndir frá þessum hátíðarhöldum í San Francisco.

Þarna var ýmislegt í boði – meðal annars margs konar fræðsla, tónlist, matur…og margt fleira…

This slideshow requires JavaScript.

This slideshow requires JavaScript.

Kári reyndi þarna fyrir sér sem erfðabreytt grænmeti – fékk að hjálpa til við mósaíkmyndagerð – og slá niður umhverfisspillandi hluti eins og kol og bíla og ýmislegt fleira. Eins voru þarna margir aðilar með vörukynningar og svo voru nokkur svið með ýmsum uppákomum ( verðlaunaafhendingum,ræðuhöldum og tónlist ).
Við komum líka við í tetjaldi og prófuðum ýmsar tetegundir. Við slepptum “heilunahúllanu” í þetta sinn sem og “hljóðnuddinu”. Hver veit nema við prófum það næst.

Það var gaman að sjá hvað það var fjölbreyttur hópur sem þarna var samankominn.

í lokin vil ég benda ykkur Samtök lífrænna neytenda sem voru stofnuð núna í vor.
Það væri gaman ef flæri kæmu til liðs við samtökin – sem eru öllum opin sem neyta matar – og hver veit nema við gætum haldið upp á Dag Jarðar hér á næsta ári!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s