Harpa…Bond…og Nizza…

on

Tónleikarnir í kvöld voru mjög vel heppnaðir og hljómburðurinn var góður.

Tónlistarfólkið stóð sig allt einstaklega vel og það verður gaman að geta farið á tónleika þarna í framtíðinni í stað þess að þurfa að sitja í bíósal.

Húsið kemur bara vel út í nærmynd. Mun betur en ég átti von á.
Skoðaði það svo sem ekki í þaula – hlakka til að skoða það betur þegar allt er klárt.

Inngangurinn er bjartur og opinn – mikið um gler. Var ekki að treysta því að halla mér upp að glerhandriðunum í þetta sinn ( sá fólk gera það og var frekar hissa ). Átti hálfpartinn von á þau gætu gefið sig….virtust nýsteypt í og sums staðar held ég að steypan hafi ekki verið þornuð. Það er líka ekki mikið fyrir lofthrædda að horfa þarna niður….mæli ekki með því…

Hef dálitlar áhyggjur af því að glerið verði fljótt dálítið kámað…amk voru fingraförin á glerinu að fara dálítið í taugarnar á mér þar sem ég horfði uppeftir þessu í kvöld. Spurning hvort það sé til eitthvað svona “anti-kám” efni….Þyrfti þá að kaupa stóran lager af því!

Hef líka verið að hafa áhyggjur af því að gluggarnir eigi eftir að verða alltaf skítugir….Tek mikið eftir þessu í verslunum og á veitingastöðum – er t.d. líklegri til að fara á stað með hreina glugga en skítuga. Finnst alltaf eins og það sé eitthvað ekki í lagi ef gluggarnir eru skítugir og geri ráð fyrir að restin sé í sama ásigkomulagi.
En það er kannski bara ég…kannski tekur enginn annar eftir svona löguðu..

Salurinn sem tónleikarnir voru í var ágætlega heppnaður.
Í fyrstu var ég ekki alveg sátt við rauða litinn á veggjunum – en hann var búinn að venjast eftir hlé.

Var efst uppi í rjáfri – nánar tiltekið á næstefsta bekk.

Það sem ég sá helst að því að vera þarna var járnstöngin sem var dálítið fyrir mér – varð annað hvort að halla mér alveg fram eða alveg aftur til að sjá almennilega. Kannski er ég bara svona lítil?? Velti því fyrir mér þar sem ég sat þarna hvort stangirnar hefðu í raun verið á teikningunum eða hvort einhverjar asnalegar reglugerðir hefðu orðið til þess að þetta var sett þarna – svona svo fólk færi ekki að detta fram fyrir sig ( ekki það að það líti út fyrir að það yrði annars vandamál – þeir sem hafa komið í rómversk leikhús vita að það er ekki eins algengt að maður myndi halda. Þar er hvergi neitt til að styðja sig við…. ).

Kári var líka hrifinn – það sem hann sá helst að var það að ég nennti ekki að fara að leita að nammi í hléinu…Honum fannst við hæfi að hann ætti að fá Nizza ( af hverju Nizza, veit ég ekki. Man ekki hvenær ég keypti það síðast…). Veltum fyrir okkur kostum og göllum þess að það væri eitt stykki Nizza í sætunum hjá fólki þegar það kæmi á tónleikana – eða þá að það væri sett í sætið í hléinu ( svona eins og súkkulaðið á koddunum á hótelum ). Niðurstaðan var sú að það væri ekki ráðlegt uppá fólkið sem myndi ekki fatta það….

Svo væri hægt að nota þetta í auglýsingu….”Nei…nú er ég hissa….þarna er Nizza!!”
( okkur Kára fannst þetta amk óstjórnlega fyndið…eins og reyndar margt annað )

Annars var ýmislegt sem flaug í gegnum hugann í kvöld…Sá fyrir mér alls kyns bíómyndasenur sem hægt væri að taka þarna upp… Datt helst í hug hasarmynd eða hamfaramynd….Væri hægt að gera mjög flottar senur þarna í forsalnum með allt þetta gler…og Bond að síga niður gluggana….Tilvalið að spinna það allavega einhvern veginn inn í næstu “glæpaseríu” sem verður gerð hérna ( þá sjá líka fleiri húsið!)

Eins datt mér í hug að það ætti einhver sælgætisframleiðandi að taka sig til og gera “Hörpubrjóstsykur”…(amk með mynd af hörpunni utaná ). Er ég kannski eina manneskjan sem er alltaf með beiskan brjóstsykur með ef ske kynni að einhver fengi hóstakast??
Hef oft velt fyrir mér af hverju það er ekki brjóstsykur í skálum við innganginn á tónleikasölum….En það er kannski líka bara ég…hmm…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s