Það var “óvissudagur” á frístundaheimilinu hjá Kára í dag.
Þegar ég kom að ná í hann um 4-leytið var mér tjáð að hann væri á Frostaskjóli að dansa og skemmta sér.
Fór því þangað að leita að honum í húsinu – hitti hann loks fyrir utan þegar skemmtunin var að klárast.
Skilst að það hafi verið ágætt stuð – dansað og leikið…kannski aðeins of mikið af hip-hoppi og of lítið af Bítlunum og Beach Boys og svona “alvöru” tónlist fyrir Kára smekk. (Hann er að hugsa um að koma með Ipod-inn sinn næst held ég).
Borgarstjóri kom víst í heimsókn – eða ætlaði að koma í heimsókn….er ekki alveg með söguna á hreinu.
Það sem ég veit er einhvern veginn svona:
Kári sá bakka með toffísleikjóum og spurði hvort hann mætti fá sér…
“Nei…en þú mátt fá epli” var svarið.
Kári spurði þá af hverju hann mætti ekki fá svoleiðis, heldur bara epli.
“Toffísleikjóinn er af því að borgarstjórinn kemur á eftir”.
Kári sá svo hvorki meira af sleikjónum né borgarstjóra og vitum ekki hvernig þetta fór.