Það er allt í einu þorsklasagna í ofninum…hmm..

Ótrúlegt hvað svona smá skrepp yfir í önnur tímabelti getur haft mikil áhrif.
Skilst að sólarhringurinn leiðrétti sig bara um eina klukkustund á dag, þannig að ég ætti að vera komin alveg í lag á sunnudag.

Ísskápurinn var náttúrulega tómur….og pottablómin hálfdáin þegar ég kom heim – sum allavega.

Það er reyndar eitt blóm hérna sem lifir allt af…ofþornun-ofvökvun og allt þar á milli.
Held líka að það sé 100 ára…grínlaust… Mamma hans pabba átti það ( pabbi man meira að segja eftir því þegar hann var lítill ).
Ég man ekkert hvað það heitir og ég er ekki með neitt svakalega græna fingur, þannig að mér er þetta óskiljanlegt….

Er loksins búin að ná að fylla hér allt af grænmeti og öðru góðgæti – komin með blóm í vasa…og þvottahrúgan farin að minnka, þannig að mér er farið að líða eins og ég sé loksins lent….

Ég ákveð eiginlega aldrei fyrirfram hvað ég ætla að elda.
Finnst langbest að fara bara út í búð – kaupa það sem mér líst best á og er ferskast – og láta eldamennskuna gerast bara einhvern veginn.

Í kvöld var ég allt í einu búin að kaupa þorsk…. svo langaði mig að nota vatnakarsann sem ég á hérna…. og spínatið….svo langaði mig í góðu tómatana sem ég fékk í dag frá Akri og hef minnst á áður…. Ótrúlega safaríkir lífrænir plómutómatar sem er hægt að borða eins og snakk ef fólk vill.

Ég er reyndar ekkert svakalega hrifin af “óelduðum” tómötum. Sem er kannksi bara í góðu lagi – þeir eru víst hollari eldaðir. Leysast einhver “ofurefni”( lycopene ) úr læðingi við eldamennskuna.

Kára langaði svo í pasta og gerði einhvern veginn ráð fyrir því að það væri í matinn þar sem hann sá mig í tómatsósugerðinni.
Mig langaði hins vegar ekki í pasta…ekki svona beint…

Þetta er því tilraun til að gera okkur báðum til hæfis – annars vegar fiskur og hins vegar pasta…

Ég sit sem sé hérna spennt og bíð eftir að “Þorsklasagnað” komi úr ofninum…Hef ekki hugmynd hvernig það kemur út en ég hlakka til að prófa það!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s