Þorsklasagna – uppskriftin….

on

Þetta notaði ég í uppskriftina….

1 kg þorskur

8-900 grömm plómutómatar/kirsuberjatómatar
1 búnt sítrónubasil
( má nota annars konar basil en það kemur þá kannski aðeins öðruvísi út )
1-2 greinar timían

500 gr spínat
200 gr vatnakarsi

lasagnablöð

1 krukka af fetaosti

olíuvolía
maldonsalt
smá sykur
hvítur nýmalaður pipar


Svona lítur lasagnað út á leiðinni inn í ofninn…..

Tómatsósan:

Hún var alveg ótrúlega fersk og góð. Sítrónubasilinn gaf henni gott “kikk” einhvern veginn…

600 gr plómutómatar/kirsuberjatómatar
1 “búnt” sítrónubasil
1-2 greinar timían ( rífa timíanið af greininni að sjálfsögðu )
1″heill” hvítlaukur(þessir litlu) eða 2-3 stór rif
ólívuolía….ca 50-100 ml
smá maldonsalt….ca 1/2 tsk
1/2-1 tsk sykur
smá hvítur malaður pipar

Tómatarnir settir í eldfast mót – olíunni og saltinu makað á þá og svo sett inn í ofn.
200-220 gráður í…30 mínútur….amk….Leyfa þeim að taka smá lit en samt ekki brenna.

Sítrónubasil, timían og hvítlauk í matvinnsluvél.
Tómatana þar útí – ásamt olíunni af tómötunum – og öllu blandað saman.

Spínat/vatnakarsi

Var með eitthvað um 500 gr af spínati og 200 af vatnakarsa ( svo sem ekkert nákvæmt ).

Skar það gróflega – (spínatið sem ég var með var með frekar stórum stilkum á þannig að….)
Setti það í pott með smá ólívuolíu og leyfði því að “minnka”.

Þorskurinn

Var með eitt kíló af þorski.
Skar hann í stykki og rétt aðeins steikti hann á pönnu með smá olívuolíu og maldonsalti ( bara mínútu á hverri hlið og varla það )

Svo raðaði ég þessu bara saman með lasagnablöðum á milli og loks setti ég 1 dós af fetaosti og fleiri tómata ofaná.

Setti fyrst spínatið/vatnakarsann og smávegis af tómatsósunnui.
Næst lasagnablöð.
Næst fiskinn og stómatsósuna.
Næst lasagnablöð.
Næst spínat og vatnakarsann og svo fetaostinn og tómatana þar beint ofaná.
Hellti svo smávegis ólívuolíu yfir.

Inn í ofn….tók ekki tímann -en aðallega bara þangað til lasagnablöðin eru tilbúin.
Tók cirka 30-40 mín á 180-190 gráðum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s