Mæðradagurinn í dag og svo Sonadagurinn um næstu helgi!!!

on

Tók þessa mynd af búðarglugga í Los Angeles.
Þarna stendur í horninu “Ég elska mömmu” á íslensku!!!
Frekar fyndið:)

Annars var Kári með svakalega plön í sambandi við mæðradaginn….
Átti að vera þvílíkt dekur.
Fórum út að hjóla áðan og á kaffihús.

Þegar ég ætlaði að borga sagði hann “Ég býð”….

Hann var ekki með pening á sér, þannig að ég “lánaði” honum
( hann fékk pening í afmælisgjöf í mars – átti alveg 300 dollara þegar við fórum út til að kaupa sér fyrir. Gleymdi að eyða meirihlutanum af því…)

Hann fór svo að hugsa málið og komst að því að kannski væri betra að ég borgaði bara….svona svo það minnkaði ekki það sem hann á…
En hugurinn var til staðar og það er víst það sem skiptir máli:)

Annars skilst mér að víst það er mæðradagurinn í dag, þá sé bara sanngjarnt að “sonadagurinn” sé um næstu helgi.
Hann er að skipuleggja hvað ég á að gera fyrir hann þá….
Skilst að ég eigi að fara út í bakarí og færa honum snúð og kókómjólk í rúmið….

Samkvæmt þessu er mæðradagurinn haldinn á mismunandi dögum eftir löndum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s