Teriyaki er í raun japönsk matreiðsluaðferð, þar sem maturinn er steiktur eða grillaður með sósu gerðri úr sojasósu og fleiri hráefnum
( fleiri en ein uppskrift til og líklega engin ein rétt – alltaf sojasósa og mirin/sake og svo sykur eða hunang).
Hún getur verið þykk eða þunn-heit eða köld. Hún er oft borin fram með yakitori (grillaður matur á prjóni) og eins með yakinaki ( sem er alls kyns kjöt-grillað-oft þannig að gestir veitingastaða grilla sjálfir við borðið. Nokkurs konar japanskt “mixed grill” ).
Það er hægt að kaupa hana tilbúna eða búa hana til sjálfur.
Mér finnst betra að gera hana sjálf-enda get ég þá stjórnað því nákvæmlega hvernig ég vil hafa hana.
Sojasósur eru líka missaltar þannig að það er um að gera að vanda valið.
Hér kemur ein útfærslan. Ekkert nauðsynlegt að mæla svo sem – besta að smakka bara til og athuga.
Bragðið er svo misjafnt eftir tegundum – það þarf til dæmis ekki að nota Tamari sojasóu – ég nota hana bara mikið og hún var hér við höndina.
Eins er Mirin-ið missætt – var með frekar þykkt og sætt lífrænt mirin núna.
Teriyaki:
150 ml tamari sojasósa
100 ml mirin
3 msk hrásykur
Börkur af 1 lime og safi úr 1/2
dash af fiskisósu ( svona 1-2 mak )
dash af sesamolíu ( svona 1-2 msk )
engifer – kannski á stærð við stórann hvítlauk ( smekksatriði bara ) rifinn á fínu rifjárni.
2-3 msk sesamfræ
Var með 900 gr af nautalundum.
Skar þær í svona handarbreiðar sneiðar og svo aftur hverja sneið í 3-4 lengjur/strimla. Marineraði kjötið í svona klukkutíma í þetta sinn.
Er annars allur gangur á því hversu lengi ég marinera það….má vel vera yfir nótt – ekki verra þá.
Steikti kjötið svo á pönnu með sesamolíu.
Það má vel marinera kjötið í stærri stykkjum og skella því svo á grillið….eða þræða það á grillprjóna og grilla það þannig…
í þetta sinn var ég bara með pak choi og spínat með.
Stundum er ég með núðlur, hrísgrjón, brokkolí, vorlauk…bara eftir því hvað er til sem mér líst vel á.
Setti grænmetið á pönnuna með smá sesamolíu og sesamfræjum.
Ágætt að setja pak choi fyrst og lok ofaná ( leyfa gufunni að elda það aðeins ) og spínatið svo aðeins seinna.
Setti það svo á fat meðan ég steikti kjötið.
Kjötið sett ég svo þar ofaná.