Enn og aftur er kakósúpa á matseðlinum….sofnaði ég og vaknaði í vísindaskáldsögu árið 1950?

Leit sem snöggvast yfir matseðilinn í skólanum hjá Kára.
Hefði betur sleppt því svona í morgunsárið.

Það sem börnin mega láta sér hlakka til þennan mánuðinn er meðal annars:

Heimalöguð kakósúpa og heitt slátur.
Ekki alveg það sem manni langar í í maí.

Nenni ekki að telja upp allt hitt sem er á seðlinum – finnst ég búin að gera það svo oft.
Frosna, tilbúna, unna, salta…ógeð…allt saman meira og minna.

Farið inn á heimasíðurnar hjá skólum barnanna ykkar – og skoðið líka hvað er verið að gefa ættingjum ykkar á elliheimilum og spítölum.
Þá skiljið þið hvað ég er að meina. Passið samt að hafa gagnrýnisgleraugun á ykkur – því að það sem stendur er ekki alltaf eins og þið haldið að það sé.

Margt af því sem þið mynduð telja að væri heimalagað eða í lagi er það ekki, heldur eru nöfnin það eina sem stendur eftir.
Og meira að segja það sem er “í lagi” – eins og til dæmis gufusoðin ýsa – er gert það ólystugt að jafnvel börn sem elska fisk
fussa og sveia og langar ekkert að borða þetta.

Mér líður stundum eins og ég hafi dottið á hausinn og sé að ranka við mér í vísindaskáldsögu sem á að gerast árið 1950.

Það er búið að fjarlægja húsmæðurnar ( þær hafa kannski þótt óhagkvæm eining ) og setja risavélar í staðinn sem búa til mat sem lítur út eins og sá sem þær gerðu – nema er úr einhverju allt öðru hráefni. Fólkið er ekki búið að fatta þetta – það er bara að labba um alveg “tra la la….gamli “góði” maturinn…tra la la”…..

Á meðan situr einhver brjálaður vísindamaður inni í efnafræðistofunni sinni.
Það hlakkar í honum – hann er búinn að finna upp eitthvað ennþá ógeðslegra – sem fólkið mun ekki fatta – en mun láta hann og hans græða ennþá meira!
Jibbí jibbí jibbí!

Veruleikinn er ekki fjarri þessu – nema það eru þúsundir af efnafræðingum að vinna í að finna upp matarlíki….tugþúsundir jafnvel.

Maður lifir alltaf í voninni að það lagist eitthvað eftir allt sem við erum búnar að leggja á okkur í því að tala við mann og annan og reyna að útskýra að það sem er á borðum í skólunum okkar er ekki fólki boðlegt. Sérstaklega ekki í því magni sem það er. Ráðleggingar Lýðheilsustöðvar? Er það eitthvað ofaná brauð?

Og að það sé til betri lausn og að við séum tilbúnar að sýna hana.

Málið er kannski það, að af því við erum ekki með heilst myndatölulið á eftir okkur eins og Jamie Oliver? Eða er málið kannski það að við erum búnar að vera að gefa okkar vinnu? Við ættum kannski að fara að rukka 30.000 kall á tímann – þá fer kannski boðskapurinn að síast inn?

Hvað ætli hafi orðið um matseðilinn sem við lögðum fram og létum þá aðila sem sjá um að leggja línurnar í þessum málum hafa?

2ja mánaða matseðill – með engum unnum matvörum – einungis fersku og góðu hráefni – gufaður upp!
Allt saman reiknað út fyrir stóreldhús og búið að skoða með tilliti til kostnaðar og tíma.

Ekki er þetta skárra á elliheimilunum eða spítölunum.
Ég ætla að vona að ég þurfi ekki að leita á náðir þeirra stofnana.

Það mætti halda að við byggjum í milljónasamfélagi – svona miðað við hversu langan tíma það tekur að koma borgarkerfinu í skilning um það, að það er ekki í lagi að troða börnin út af unnum kjötvörum og ógeðslegu matarlíki eins og kakósúpu.

Ég gleymi því aldrei þegar ég fór á fyrsta fundinn við aðila sem bera ábyrgð á að þetta sé svona.

Ég spurði þann sem var dreginn fram sem “sérfræðingur” í matseðlagerðinni af hverju þetta væri svona.

Af hverju það væri svona mikið af söltum og reyktum mat á boðastólum þrátt fyrir það að það væri vitað að það væru rannsóknir sem sýndu bein tengsl á milli þess fæðis og krabbameins í börnum. Hann hló og sagði að ef hann mætti ráða, þá væri saltkjöt á hverjum degi.
Fólkið á elliheimilinum vildi það og af hverju ættu börnin ekki að vilja það líka!
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og við höfum rætt við marga…og aftur við marga…en ennþá er ekki farið að breyta neinu.

Helsta fyrirstaðan er þröngsýni og metnaðarleysi – ekki peningaleysi.

Það kostar nefnilega ekkert meira að elda góðan og hollan mat en að kaupa aðkeypt rusl ef maður veit hvernig á að gera það.
Mér líður stundum eins og ég sé að díla við alkóhólista í bullandi afneitun sem vill ekki þiggja hjálpina þó svo hann þurfi þess.

Kerfið þarf kannski að fara að skoða það, hvort það megi ekki brjóta odd af oflætinu of þiggja hjálpina.
Frá okkur með matarmálin og einhverjum öðrum með aðra hluti.
Það er nefnilega mikill mannauður þarna úti sem má vel nota til að koma góðum málum áleiðis ef fólk er tilbúið að viðurkenna að það viti kannski ekki allt best og að stundum sé kominn tími til að breyta hlutunum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s