Pastasósa sem gerir sig ( næstum því ) sjálf…..

Þessi sósa gerir sig liggur við sjálf….

Allt inn í ofn….svo í matvinnsluvélina þegar það er til…og svo hita upp!
Mér finnst þetta með bestu “tómatsósunum” og hún er óneitanlega holl.
Ekkert óþarfa rusl í henni eins og er oft í tilbúnum sósum.
Tekur heldur ekki lengri tíma en að opna krukku….eina sem þarf er að hugsa aðeins fyrirfram.
Tekur svona 50-60 mínútur í ofninum…en þið getið verið að gera eitthvað allt annað á meðan.

Grænmeti í eldfast fat.
Tómatar – plómuberja og svo bara venjulegir…annað hvort eða bæði…
Laukur…eða rauðlaukur
Sellerí – smávegis
Gulrætur -svipað mikið og af selleríinu
Hvítlaukur – eins mikið og maður vill

Hérna er það sem ég var með “nákvæmlega”…
5 stóra tómata – vel þroskaða
Hálft box af plómuberjatómötum
2 meðalstóra lauka
3 stilka af sellerí
1 væn og stór lífræn gulrót
2 hvítlaukar – þessir “heilu”

Þetta setti ég allt í fatið – tómatana í heilu, en skar restina gróflega.
( bara uppá að eldunartíminn sé svipaður ).

Velta þessu úr smá ólívuolíu og svo bara á hæsta hita inn í ofn þar til allt er orðið mjúkt og gott…..

Það má vel gera þetta fyrr um daginn og klára svo bara sósuna seinna…
eða jafnvel daginn áður.

Láta þetta kólna aðeins og setja það svo í matvinnsluvélina.

Svo er bara að setja það aftur í pott eða á pönnuna og hita aftur meðan pastað sýður.

Nú er komið að því að krydda sósuna.

Ég átti engar ferskar kryddjurtir hérna ( sem þýðir að ég þarf að fara að versla á morgun ) en það gerði ekkert til.

Setti smávegis oregano, smá timían, smá sætt paprikuduft…pínulítið af maldonsalti og svo einn “tómattening” ( Kallo – er við hliðina á grænmetiskraftinum í heilsuhillunum ). Má svo sem alveg sleppa því…eða setja bara góðan grænmetiskraft…og svo pínulítið af sykri. Bara svona hálfa teskeið.

Fann þetta pasta í Melabúðinni.

Veit ekki meira um það…nema að það var mjög gott og passaði vel með þessum rétti.

Advertisements