Heimsendir eftir rúma viku – eru ekki allir tilbúnir?

on

Sá einhvers staðar litla frétt í dag um heimsendann sem er spáð núna 21.maí.
Ætlaði að fara að leita að henni aftur, en fann hana ekki svona í fljótu bragði.

Greinilega margt mikilvægara í gangi eins og opnunarhátíð Hörpunnar og Eurovision;)

Hef rekist á fólk með skilti sem stendur á að heimurinn muni farast núna 21.maí…
Hef reyndar ekki séð neinn hérna heima með þetta….en það hlýtur að koma ( bara vika til stefnu samt!)

Búin að vera að sjá þetta núna í allavega ár….í hinum ýmsu borgum.

Himnarnir munu víst opnast og allir “góðir” fara upp – meðan allir hinir verða bara eftir og þurfa að súpa seyðið af því að hafa efast um eitt og annað og ekki verið alveg nógu duglegir við sunnudagsmessuna. Við munum víst ekkert taka eftir þessu, þannig að ekki vera hissa þó svo þetta fari framhjá ykkur….
Lokasenan á svo að vera 21.október en við eigum víst að taka eftir henni….svona eldur og brennisteinn og allt þar á milli…

En það er alltaf hugsanlegt að þetta hafi verið misreiknað eitthvað aftur….hóst hóst…

Það mun því ekki skipta neinu máli þó svo við vinnum Eurovision – við munum ekkert fara endanlega á hausinn við það.

Hér er linkur fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur.

Ég er að hugsa um að halda bara mínu striki og vona að ég sleppi í þetta sinn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s